2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Góður saumaklúbbur á við heilan her af sálfræðingum

  Hljómsveitin Heimilistónar vakti mikla athygli í fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins nú á dögunum en hljómsveitina skipa þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

  Þó hljómsveitin virðist fyrir mörgum nýskipuð eru tuttugu ár síðan leikkonurnar hófu fyrstu æfingar saman en þær stefna á plötuútgáfu sem allra fyrst.

  Leikkonurnar segjast óhjákvæmilega tengjast tónlist í gegnum starf sitt en þegar hljómsveitin var stofnuð störfuðu þær allar í Þjóðleikhúsinu. Samanlagt eiga Heimilistónar átta börn, fjögur barnabörn, kött og hund, svo það er nóg að gera í leik og lífi. Þær hafa samt alltaf fundið sér tíma til að hittast og spila í Heimilistónum, því þeim finnst fátt skemmtilegra og það má í raun segja að hljómsveitin sé þeirra saumaklúbbur.

  Lagið fjallar fyrst og fremst um vináttu kvenna sem hafa fylgst að í gegnum árin. Góður saumaklúbbur getur verið á við heilan her af sálfræðingum,” segir Ólafía Hrönn og Vigdís bætir við, „og hann getur auðvitað líka verið eins og vígvöllur. Við köllum þetta saumaklúbba á Íslandi, en það er auðvitað alþjóðlegt að vinahópar haldi saman frá grunnskóla og inn í fullorðinsárin.“

  „Alvöru vinskapur þolir bæði erfiðu stundirnar og þær góðu. Það er mikilvægt að mega vera ósammála og rífast við vini sína án þess að það eyðileggi vinskapinn. Þegar eitthvað bjátar á er samaklúbbur eins og björgunarsveitin. Mætt á staðinn um leið til að veita stuðning.”

  AUGLÝSING


  Aðspurðar hvaða hugsun liggi að baki laginu, búningunum og sviðsframkomu sveitarinnar segir Elva Ósk kjarna lagsins hverfast fyrst og fremst í kringum vináttuna. „Það er gleði í laginu og okkur fannst tilvalið að nota marga liti í búningana.

  Við hugsum til mæðra okkar sem klæddust svona í kringum 1970, nema við bætum kannski aðeins í. Sviðsframkoman kemur að sjálfu sér gleði, gleði, gleði, því okkur finnst þetta svo skemmtilegt.”

   

  Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

   

  Texti / Íris Hauksdóttir.

  Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

  Ekki missa af þessum

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is