Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Götutískan í miðbæ Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unnur Magna ljósmyndari rölti nýverið um miðbæ Reykjavíkur og tók gangandi vegfarendur tali og myndaði þá fyrir götutískuþátt.

 

Berglind Pétursdóttir
Aldur: 30 ára
Vinnur á RÚV við dagskrárgerð

Svartklædd frá toppi til táar, því við náðum henni í atvinnuviðtalsklæðnaði, ögn sparilegri en aðra daga að eigin sögn, því hún vildi koma vel fyrir.

Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? Já, ég á það til að versla í vintage-búðum en eigulegar klassískari flíkur kaupi ég yfirleitt ekki notaðar.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? Nóg af yfirhöfnum, ég til dæmis enda mjög oft á því að kaupa mér yfirhafnir.

Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? Ég er mjög ánægð með toppinn minn, en ég er líka mjög ánægð með að vera ekki lengur feimin, sem ég var lengi vel.

Kápa: MONKI
Allur annar fatnaður: COS
Skór: Dr. Martens, veganskór.
Taska: Blanche, keypt í Danmörku.
Sólgleraugu: QUAY, keypt erlendis, hugsanlega í Topshop.

- Auglýsing -
Mynd / Unnur Magna

Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir. 47 ára, framhaldsskólakennari, mikið fyrir þægilegan fatnað.

Mynd / Unnur Magna

Skór: Keyptir í New York, man ekki í hvaða verslun.
Sokkabuxur: Oroblu, keyptar í Fríhöfninni.
Grá peysa: Keypt í Danmörku.
Vínrauður peysukjóll: Lindex
Prjónapeysa og trefill: Íslenskt handverk eftir hönnuð sem heitir Eva Vilhelmsdóttir, merkið hennar heitir Utanum.
Taska: Handofin, kemur alla leið frá Mexíkó.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? Ullarnærföt og fallega yfirhöfn.
Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? Hvað ég á auðvelt með að kynnast fólki.

- Auglýsing -
Mynd / Unnur Magna

Guðríður Hafsteinsdóttir. 30 ára, menntaður klæðskeri, vinnur í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík ásamt því að vera dresser í Þjóðleikhúsinu.

Mynd / Unnur Magna

Svartar gallabuxur: Vero Moda
Svartur bolur: Pineapple í London
Grá kápa: ZARA, keypti hana á útsölu einhvern tíma fyrir löngu.
Turna (kimono-peysa): Volcano Design – keypt í búðinni Systur & makar í Síðumúla.
Skór: Vagabond
Hálsmen: Tré lífsins frá Fjólu gullsmið í Keflavík.
Trefilinn hef ég átt mjög lengi og sólgleraugun koma úr apóteki.

Kaupir þú oft notaðar flíkur? Já, ég reyni það og fer á fatamarkaði og kaupi oft notað á Netinu.

Hefur þú kíkt í Extraloppuna? Já, ég keypti einmitt skó þar fyrir nokkrum vikum.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? Góða kápu og góða vetrarskó.

Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? Þakklæti, hvað ég er þakklát fyrir lífið og hvern dag.

Hálsmen er frá Fjólu gullsmið í Keflavík.

Eiður Logi Jónasson. 22 ára, málari í lausamennsku.

Eiður segist ekki velta sér mikið upp úr fatamerkjum.

Skórnir: Er ekki alveg viss um hvaðan þeir koma.
Buxur: Keyptar á Spáni
Peysa: 66°Norður
Grá peysa: Jólagjöf frá ömmu minni.
Gleraugu: Fékk þau að gjöf frá einhverjum ókunnugum á Dillon.

Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? Já, ef ég kaupi mér föt á annað borð þá eru það notuð föt, ég fer oftast á fatamarkaði Hertex.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? Nóg af jökkum, gott úrval fyrir mismunandi daga.

Hvað ertu ánægðastur með í eigin fari? Sköpunarkraftinn.

Mynd / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -