Þriðjudagur 18. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Hreyfing er heilsubót

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólki reynist oft erfitt að sinna daglegri hreyfingu og nefnir þá helst tímaskort, þreytu, áhugaleysi og óöryggi sem ástæður. Mikilvægt er að gefa sér tíma til þess að hreyfa sig, þótt það sé ekki nema í hálftíma á dag, því hreyfing eykur líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Hægt er að hreyfa sig hvar og hvenær sem er og oft án lítils kostnaðar – engar afsakanir.

Úr kyrrsetu í fimm kílómetra hlaup
Það getur reynst mörgum erfitt að byrja að hlaupa. Couch to 5K er hlaupaprógram sem hægt er að hlaða niður á snjallsíma og er hannað með því markmiði að þjálfa fólk hægt og rólega upp í að geta hlaupið 5 km samfleytt.

Heimatilbúin lóð
Það er algjör óþarfi að kaupa dýr handlóð þegar maður er að byrja. Hægt er að nýta ýmsa hluti sem til eru á heimilinu sem lóð, til dæmis niðursuðudósir. Einnig er sniðugt að fylla plastflöskur af vatni en eins lítra flaska er um það bil 1 kg.

Sippaðu eins og þú gerðir sem krakki
Að sippa er mjög áhrifarík leið til að bæta þolið því að tíu mínútur af rösku sippi veitir álíka þoláhrif og 30 mínútur af skokki. Það sem meira er að þetta reynir á langflesta vöðva líkamans og er rosalega skemmtileg hreyfing.

Kíktu á bókasafnið
Hægt er að fá fleira en skáldsögur og fræðirit á bókasöfnum landsins. Flest bókasöfn eru einnig með bæði líkamsræktardiska og -bækur til útláns. Kíktu á næsta bókasafn og sjáðu hvað er til.

YouTube
Á YouTube er ógrynni af alls kyns skemmtilegum myndböndum. Margir vita þó ekki  að þar má líka finna ókeypis líkamsræktarmyndbönd. Sem dæmi má nefna Blogilates-rásina þar sem pílates-kennarinn Cassey Ho setur inn hressileg og aðgengileg myndbönd.

Upp og niður stiga
Mikilvægt er að nýta öll tækifæri sem gefast til hreyfingar. Einfalt er að venja sig af því að fara með lyftunni upp eða niður, sama hvort um er að ræða eina hæð eða fimm, það mun koma þér á óvart hversu fljótt það venst.

- Auglýsing -

Út að labba með hundinn
Þeir sem eiga hund kannast við að neyðast til að fara með þá í göngutúr, allavega einu sinni á dag. Þeir sem ekki eiga hund geta þó tekið sér þetta til fyrirmyndar og miðað við að ganga að minnsta kosti hálftíma á dag.

Auðveldar æfingar
Það eru til fjölmargar styrktaræfingar sem hægt er að gera heima, jafnvel á meðan maður horfir á sjónvarpið. Sem dæmi um slíkar æfingar má nefna: hnébeygjur, armbeygjur, framstig, magaæfingar og bakæfingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -