Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Íslenskar svefnrannsóknir á heimsmælikvarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir þekkja það að fá ónógan svefn. Foreldrar ungbarna sem sofa illa á nóttunni, fólk sem starfar á óhefðbundnum tímum sólarhringsins og svo þeir sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin. Jafnvel þeir sem hrökkva upp á nóttunni eða vakna fyrr á morgnanna en þeir hefðu ætlað sér. Einnig eru margir sem stytta svefn sinn, sérstaklega á virkum dögum vegna tímaskots. Þessu fylgir oft mikil vanlíðan, syfja og þreyta sem litar þá líðan fólks allan daginn.

Erna Sif Arnardóttir doktor í svefnrannsóknum segir þetta áhyggjuefni. „Flestir fullorðnir þurfa 7-8 tíma svefn til að líða vel þó sumir komast af með minni svefn eða aðrir þurfi lengri tíma. Margir freistast til að stytta svefninn í amstri dagsins og eru jafnvel að sofa einungis 5-6 tíma á virkum dögum en bæta sér það svo upp um helgar. Ég lýsi þessu oft sem jafngildi þess að borða óhollan mat í fimm daga og reyna svo að bæta það upp með salatáti í tvo daga, auðvitað betra að sofa alltaf of stutt en ekki hollt til lengri tíma.”

Reyndu að fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma flesta daga, bæði á virkum dögum og um helgar. Þegar svefntíma er seinkað mikið um helgar, á fólk oft erfitt með að sofna á sunnudagskvöldum og fer þreytt og illa sofið inn í vinnuvikuna.

Prófaðu þig áfram með magn svefns sem þarft. Flestir þurfa 7-8 tíma en þetta er þó einstaklingsbundið, prófaðu að reyna að auka svefntíma kerfisbundið um 15 – 30 mínútur í einu og sjáðu hvort þú finnir fyrir bætri líðan.

Ef þú átt erfitt með svefn, að sofna á kvöldin, vaknar oft upp á nóttunni eða vaknar of snemma á morgnanna, skoðaðu svefnvenjur þínar. Best er þá að sleppa því að leggja sig í eftirmiðdaginn eða dotta yfir sjónvarpi því þetta getur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn.

Slepptu öllu koffeini frá hádegi og sjáðu hvort svefninn batni við það. Gott að prófa slökun eða hugleiðsluæfingar til að hjálpa með svefninn.

Ef þú ert glaðvakandi um miðja nótt og hefur reynt slökun til að sofna er gott að fara fram úr rúminu, setjast og lesa frammi eða gera eitthvað sem fær þig til að hætta að hugsa um svefninn en er jafnframt slakandi. Þegar þú finnur aftur til syfju, þá geturðu farið aftur upp í rúm og reynt að sofna.

Prófaðu að sleppa snjallsímanum, spjaldtölvunni og sjónvarpinu síðustu klukkustundirnar fyrir svefn. Lestu frekar, farðu í bað eða annað slakandi. Þekkt er að tækjanotkun á kvöldin ýtir undir svefnleysi, sverfngæði versnar og og fólk er lengur að sofna. Einnig getur líkamsrækt seint um kvöld seinkað svefntíma.

Ítarlegt viðtal við Ernu má lesa í síðasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -