Fimmtudagur 10. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Kafar ofan í heim týndra barna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viktoría Hermannsdóttir fer af stað með Málið er, vikulega útvarpsþætti á Rás 1

Viktoría Hermannsdóttir vakti mikla athygli fyrir útvarpsþáttaseríuna Ástandsbörnin sem hún gerði fyrir Rás 1 í fyrra og útvarpsþáttinn Á ég bróður sem var sjálfstætt framhald og var fluttur um jólin.  Núna fer hún af stað með vikulega útvarpsþætti á Rás 1 sem bera heitið Málið er.

„Þetta er í raun mjög opið og ég ætla taka fyrir eitthvað sem mér finnst áhugavert hverju sinni. Þetta verður í heimildastíl og mikil vinna lögð í hvern þátt. Ég er algjör grúskari og elska góðar sögur þannig að það er skemmtilegt tækifæri fyrir mig að fá að fjalla um það sem mér finnst áhugavert á þessum skemmtilega vettvangi sem útvarpið er,“ segir Viktoría.  Hún er umsjónarmaður þáttanna en hugmyndin er líka að aðrir dagskrárgerðarmenn geti tekið mál fyrir og kafað ofan í þau.

Í fyrsta þættinum ætlar Viktoría að kafa ofan í heim týndu barnanna á Íslandi.

„Ég fæ að fylgja eftir lögreglumanni sem hefur undanfarin ár verið vakinn og sofin yfir því að leita að þessum börnum. Þetta eru börn á aldrinum 11-18 ára sem oft er lýst eftir. Þetta er ekki mjög stór hópur en það hefur fjölgað í honum undanfarið og vandi margra er mikill. Ég skoða allar hliðar í þessum þætti – kynnist þessum heimi í gegnum lögreglumanninn sem lifir og hrærist í þessu, foreldra sem eiga barn sem tilheyrir þessum hópi og svo unga konu sem eitt sinn tilheyrði þessum hópi og veitir okkur innsýn í þennan heim sem er ekkert alltof fallegur,“ segir Viktoría.

Þættirnir verða á dagskrá kl. 16 alla föstudaga á Rás 1 og verða aðgengilegir á hlaðvarpinu líka.

Ljósmynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -