Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Karl, kona, bæði eða hvorugt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tískuheimurinn hefur lengi verið opnari og móttækilegri gagnvart hinseginleika en restin af umheiminum.

Trans konan Amanda Lepore hefur verið músa og veitt fjölmörgum tískuhönnuðum innblástur, svo sem Armani og Jason Wu, og sést reglulega á fremsta bekk tískusýninga.

Innan hans hafa hönnuðir og músur þeirra leikið sér með hugmyndir um kyn og kynhlutverk svo lengi sem menn muna. Ákveðin kynbylting átti sér stað á áttunda áratug síðustu aldar en þá byrjuðu að koma fram fyrirsætur, tónlistarfólk og annað listafólk sem var dulkynja og jafnvel kynlaust, þar má til dæmis nefna David Bowie, Grace Jones og fleiri. Tískuheimurinn tók þessum einstaklingum opnum örmum og þeir urðu hönnuðum mikill innblástur. Hér eru nokkrir einstaklingar sem hafa tekið þátt að opna augu fólks í gegnum tísku og fleira. Fögnum fjölbreytileikanum.

Transkonan Amanda Lepore er fastur gestur í næturlífi New York-borgar þar sem hún hefur búið nær alla tíð. Hún hefur verið músa og veitt fjölmörgum tískuhönnuðum innblástur, svo sem Armani og Jason Wu, og sést reglulega á fremsta bekk tískusýninga.

Amanda Lepore er afar umdeild, sérstaklega innan hinsegin samfélagsins sem vill meina að hún sé ekki beint góður málsvari trans einstaklinga, en fólk virðist hafa endalausan áhuga á henni.

Það má segja að hún sé aðallega fræg fyrir ótrúlega fjölda lýtaaðgerða sem hún hefur undirgengist. Hún hefur látið fjarlægja rifbein, stækkað á sér brjóstin þrisvar, sprauta sílíkoni í andlit og rass auk þess sem hún hefur oftar en einu sinni farið í andlitslyftingu. Hún líkist í raun teiknimyndapersónunni Jessicu Rabbit, sem er gott eða slæmt eftir því hvernig þú horfir á það.

Hún er afar umdeild, sérstaklega innan hinsegin samfélagsins sem vill meina að hún sé ekki beint góður málsvari trans einstaklinga, en fólk virðist hafa endalausan áhuga á henni og hún verður að fá kredit fyrir það að tjá sig opinberlega sem trans einstaklingur löngu áður en sú umræða varð almenn.

Casey Legler

Franska sundkonan Casey Legler keppti á Ólympíuleikunum árið 1996 en hún lagði sundbolinn á hilluna tveimur árum síðar. Hún hafði komið út sem lesbía á sama tíma, var hávaxin, sterkbyggð og mögnuð sundkona. Hún upplifði mikla útskúfun frá liðsfélögum og þjálfurum sem báðu hana um að nota klósett

- Auglýsing -

 

Casey hefur alla tíð klæðst karlmannsfötum einfaldlega vegna þess að þau passa á hana, hún er rúmlega 190 cm á hæð.

fatlaðra sem búningsklefa. Casey hefur alla tíð klæðst karlmannsfötum einfaldlega vegna þess að þau passa á hana, hún er rúmlega 190 cm á hæð. Þegar hún komst á skrá hjá Ford-umboðsskrifstofunni árið var það sem karlfyrirsæta.

Hún sat fyrir í herferðum hjá All Saints, Diesel og fleirum. Fyrirsætustörfin hentuðu henni þó ekki og hún var bara á skrá í eitt ár en opnaði augu fólks á þeim tíma fyrir fjölbreytileika fólks.

- Auglýsing -

Lea T

Leandra Medeiros Cerezo, eða Lea T eins og hún er betur þekkt, er brasilísk-ítölsk fyrirsæta. Hún er meðal fyrstu transfyrirsætna og mikill talsmaður LGBTQ. Hún er músa hönnuðarins Ricardo Tisci sem er yfirhönnuður Givenchy-tískuhússins, en t-ið í nafni Leu stendur einmitt fyrir Tisci. Hann gerði hana að andliti Givenchy síðla árs 2010 og hún byrjaði að ganga á tískupöllunum vorið eftir. Hún hefur prýtt síður tímarita á borð við Vogue Paris, Interview og Love, en forsíðan á því síðastnefnda þar sem hún kyssir Kate Moss er víðfræg.

Leandra Medeiros Cerezo, eða Lea T eins og hún er betur þekkt, er brasilísk-ítölsk fyrirsæta.

Ruby Rose

Ástralska fyrirsætan Ruby Rose gekk í gegnum tímabil í æsku þar sem hún vildi vera strákur og leiddi hugann að kynleiðréttingu. Hún segist þó hafa vaxið upp úr þeim hugsunum og þegar hún var táningur kom hún út úr skápnum sem lesbía. Í gegnum fyrirsætustörfin uppgötvaði hún hugtakið dulkynja (e. Androgyny) og hún byrjaði að prófa sig áfram með að sitja fyrir sem bæði kona eða karl – og stundum sem órætt kyn. Hún segir kynvitund sína fljótandi og vaknar upp á hverjum morgni kynlaus, það fer svo eftir skapi hennar þann daginn hvort kynið verður ofan á. Hún gerði stuttmyndina Break Free um þessa upplifun sína og við hvetjum alla til að horfa á hana.

Ástralska fyrirsætan Ruby Rose.

RuPaul

Hún er oft kölluð fyrsta dragsúperstjarnan og það er enginn hálfsannleikur. RuPaul hefur komið dragi inn í almenna umræðu og meginstraum samfélagsins í gegnum sjónvarpsþátt sinn Drag Race. Fyrir það var hún í sjónvarps- og kvikmyndastjarna og heimsþekkt nafn í skemmtanabransanum – Allt í dragi. Hafnar eru tökur á tíundu seríu þáttarins og vinsældirnar eru bara að aukast. Þátttakendur og RuPaul sjálf hafa setið fyrir hjá mörgum frægum tískuhönnuðum svo sem Marc Jacobs, Marco Marco og fleirum.

RuPaul hefur komið dragi inn í almenna umræðu og meginstraum samfélagsins í gegnum sjónvarpsþátt sinn Drag Race.

Grace Jones

Hún er sannkallað kamelljón; á lífsleiðinni hefur Grace Jones starfað sem fyrirsæta, tónlistarkona og leikkona og það sem meira er náð velgengni á öllum sviðum. Hún ólst upp á mjög siðprúðu og trúræknu heimili á Jamaica og í Bandaríkjunum en var ekki lengi að hrista þá hlekki af sér um leið og hún varð átján. Hún var fastagestur á klúbbum samkynhneigðra í New York og París þar sem hún kynntist mörgum áhrifaríkum einstaklingum, svo sem Karl Lagerfeld, Yves Saint Laurent og Helmut Newton, en þeir löðuðust að krafti hennar. Hún hefur alltaf talað fyrir frelsi einstaklingsins til að vera nákvæmlega sá sem hann vill vera – hvort sem það er karl, kona eða eitthvað allt annað.

Grace Jones er sannkallað kamelljón

 

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -