Föstudagur 11. október, 2024
-2.3 C
Reykjavik

„Dæmigerð afstaða þeirra sem eru mótfallnir framförum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Elva segir yfirlýsinguna dæma sig sjálfa.

Þórdísi Elvu finnst þessi yfirlýsing vera dæmigerð afstaða þeirra sem eru mótfallnir framförum.

Rúmlega 100 franskar konur ásaka forsprakka byltingarinnar undir myllumerkinu #metoo um nornaveiðar. Catherine Deneuve er ein þeirra kvenna sem skrifað hafa opið bréf þar sem þær gagnrýna baráttuna gegn kynferðislegri áreitni og segja hana ógn gegn kynferðislegu frelsi. Í yfirlýsingunni kemur fram að konur sem ekki taki þátt í byltingunni eigi yfir höfði sér ásakanir um svik gegn kynsystrum sínum.

Þær segja karlmönnum hafa verið vikið úr störfum fyrir sakleysislegar snertingar og einstaka kossa. Það brjóti ekki gegn sæmd kvenna að snerta líkama þeirra og gerir þær síður en svo að fórnarlömbum.

Catherine Deneuve er ein þekktasta leikkona frakka en hún hefur meðal annars skapað sér miklar óvinsældir eftir opinbera yfirlýsingu þess lútandi að standa með leikstjóranum Roman Polanski sem sakaður var um nauðgun á ungri stúlku. Þá var haft eftir Deneuve að nauðgun sé ofmetin.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er ein þeirra sem farið hefur fremst í flokki baráttunnar á Íslandi segir yfirlýsinguna dæma sig sjálfa. „Hér er verið að fordæma konur fyrir að standa á rétti sínum að verða ekki fyrir áreitni eða ofbeldi. Til að gera lítið úr þeim eru notuð dæmi eins og „hendi á hné“, „þvingaður koss“ og „kynferðisleg skilaboð“ sem konum eru send, svo sem typpamyndir. Í nútímanum eru þetta ótvíræð dæmi um kynferðislega áreitni. Þegar Catherine Deneuve var ung þótti ýmislegt sem ógnar lýðheilsu ekki vera sérstakt tiltökumál, eins og að reykja í flugvélum og sleppa bílbeltanotkun. Sem betur fer hafa viðmiðin breyst og kröfurnar aukist.

Mér finnst þessi yfirlýsing vera dæmigerð afstaða þeirra sem eru mótfallnir framförum, því fyrr á tímum tíðkaðist verra atlæti. Í stað þess að horfa með nostalgíu til fortíðar, þar sem mannréttindi voru fótum troðin í öllum flokkum, hvort sem um er að ræða mannréttindi kvenna, þeldökkra, samkynhneigðra eða transfólks svo dæmi séu nefnd ættum við að vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Viðtökurnar við #metoo sýna að á heimsvísu erum við langflest stolt af þessari þörfu byltingu. Ég spái því að Catherine Deneuve og hennar skoðanasystkin verði notuð sem dæmi í sögubókum framtíðarinnar um fólk sem andmælti framförunum, á sama hátt og þeir sem andmæltu mannréttindasigrum annarra minnihlutahópa.”

Texti / Íris Hauksdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -