• Orðrómur

Skilaboð Sólveigar Önnu á nýju ári: „Við þurfum öll að verða djörf og hugrökk“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir 2020 hafa kennt sér að ef fólk standi saman geti það unnið magnaða sigra. Hún hlakkar til að njóta íslenskrar náttúru á nýju ári og halda baráttunni áfram.

Hvernig leggst 2021 í þig?
„Allt verður verra og allt verður betra. Úrkynjun kapítalismans mun halda áfram að leiða hörmungar yfir mannfólk og lífríkið. En rán og gripdeildir hins sjúka kerfis gera það að verkum að fólk fyllist djúpri löngun til að segja því stríð á hendur. Og upprisa fólks er móðir betri tíma.“

Áramótaheit fyrir 2021?
„Ég set mér aldrei áramótaheit. Það sem ég þrái mest af öllu er efnahagslegt réttlæti og afnám arðránshlekkjanna sem lagðir hafa verið á mannkyn og náttúru og ég endurnýja persónulega skuldbindingu mína við þá þrá 1000 sinnum á hverju ári.“

- Auglýsing -

Hvað hefur 2020 kennt þér?
„Mjög margt. Mikilvægasti lærdómurinn er að nú get ég sagt við sjálfa mig og önnur að ég veit af persónulegri reynslu að ef fólk stendur saman í baráttunni getur það unnið magnaða sigra. Upprisa Eflingar-kvenna í umönnunarstörfum, kvenna sem allt íslenskt stjórnmálafólk var búið að samþykkja að geyma ætti á útsölumarkaði kvenfyrirlitningar og kapítalisma, kenndi mér það.“

Hvernig ætlarðu að nýta þá reynslu á nýju ári?
„Hún mun nýtast mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Reynslan færði mér hugrekki og staðfestu. Við þurfum öll að verða djörf og hugrökk. Hugrekki og samstaða eiga að vera einkunnarorð baráttu okkar fyrir réttlæti.“

Hvað ætlarðu að gera á nýju ári?
„Halda áfram í markvissri og einbeittri stéttabaráttu.“

- Auglýsing -

Hvers hlakkar þú mest til?
„Ég hlakka alltaf mest til þess sama: Að sumarið komi og ég geti verið úti að labba í sveit með skógi, himni, sóleyjum og lúpínu.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Undrast að umræðan skuli vera farin að snúast um hjónabönd manna og dýra

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ákveðin viðbrögð við tillögu hans um breytingu á hjúskaparlögum hafa komið...

Aðgerðin opnaði dyrnar

„Þetta snerist aldrei um útlitið. Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju,“ segir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -