Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Skreyttu þig í skammdeginu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vetur konungur kallar á hlýrri fatnað og því getur verið á undanhaldi að klæða sig upp svo að skart og aðrir aukahlutir séu valdir með heildarútliti dagsins. Eðlilega eru síðu perlueyrnalokkarnir stundum skildir eftir í skartgripaskríninu og eitt fíngert hálsmen hvílir þess í stað undir þykkri peysunni. En aukahlutir geta kórónað dressið og þess vegna gert látlausan fatnað skyndilega ótrúlega smart.

 

 

Belti, stórir eyrnalokkar, hálsklútar og íburðarmiklar hálsfestar sjást víða í verslunum og  hafa verið mikið á tískupöllunum undanfarin ár. Það er greinilegt að ekkert lát verður á stóru skarti samkvæmt tískusýningunum fyrir vorið 2020.

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta jú allt spurning um samsetningu lita, forms og textíls. Því óhræddari sem þú ert að prófa þig áfram verður þú líklegri til að finna þinn persónulega stíl sem þú kannt vel við og getur svo útfært í alls kyns mismunandi útgáfum.

Stílisti mælir því með að lesendur kíki í skúffurnar eða í kassa sem jafnvel eru geymdir í geymslum hjá ömmu eða mömmu til að komast yfir fallegar gersemar sem mega svo sannarlega líta dagsins ljós. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín!

Kendall Jenner ber grófa og áberandi gullkeðjulokka.
Módelið Alessandra Ambrosio með belti yfir þunnan silkikjól og keðjur um hálsinn.
My Letra Store er með mikið af fallegu skarti en þessi keðja passar bæði við sparikjólinn og þykku vetrarpeysuna, einnig eru þessir fallegir eyrnalokkar til í silfri og gullhúðaðir. www.myletrastore.is.
Mittiskeðjur hafa rutt sér til rúms eftir u.þ.b. 25 ára hlé og má líka sjá áfastar keðjur á klassískum leðurbeltum. Að auki eru belti mikið skreytt með alls kyns glingri, svo sem semelíusteinum og perlum. Nú til dags er ekki einungis leyfilegt að þræða beltið í smeygurnar, heldur má hreinlega reyra það um mittið yfir kjól eða jafnvel blazer-jakka til að undirstrika kvenlegu línurnar.

- Auglýsing -
Alls kyns keðjur sem blandað er saman í mismunandi síddum.
Perlur hafa verið vinsælar og verða áfram næsta sumar.
Áberandi hálsmen eru flott við berar axlir en einnig koma svona hálsmen vel út yfir rúllukragann á kaldari dögum.
Silkislæðurnar eru aftur orðnar vinsælar. Hægt er að skella þeim um hálsinn í alls kyns útgáfum, nota þær sem skuplu eða þá sem ennisband, binda í beltið eða í töskuna til að bæta í litagleðina.

Hringarnir eru handgerðir silfurhringar frá línunni IIDEM sem fæst á kolbrun.net og í Kirsuberjatrénu.

Geggjað hálsmen úr oxuðu silfri og silfurhringur með 18 kt gullhúðun frá Hildi Hafstein.
Gróf keðja úr versluninni Lindex sem hægt er að setja saman með fíngerðari hálsmenum.
Hægt er að blanda grófum hringum saman við fíngerðari.

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Morra er íslenskt merki sem sérhæfir sig í vönduðum fylgihlutum. Þessar silkislæður eru einstaklega fallegar og fást í  Hönnunarsafni Íslands, Epal og á Kjarvalsstöðum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -