Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sterkar og flottar konur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það krefst gríðarlegrar þrautseigju að verða afrekskona í íþróttum, hvað þá að ná á toppinn í sinni grein.

Afrekskonur í íþróttum byggja sig upp, leggja sig fram og í staðinn fyrir hrós fá þær oft að heyra gagnrýni um líkamsvöxt sinn. Þær láta það þó ekki aftra sér. Við getum lært ýmislegt af þessum fyrirmyndarkonum og það er gaman að heyra hvernig þær lýsa sjálfsmynd sinni.

Anníe Mist Þórisdóttir

Anníe Mist var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit. Hún vann heimsleikana tvö ár í röð, árið 2011 og 2012, og varð síðan í öðru sæti 2014. Hún hefur glímt við meiðsl undanfarin ár en er í fantaformi og stefnir að því að ná á toppinn á ný í ár.

„Ef ein stelpa þarna úti sér fegurðina í því að vera sterk og í heilbrigðum lífsstíl þá get ég ekki beðið um meira. Að heyra það að ég sé jákvæð fyrirmynd fyrir ungar stelpur er mikill heiður.“

Anníe Mist var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit.

_______________________________________________________________

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 

Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár og stefnir á sigur í ár.

„Ég er enn spurð af hverju ég sé svona mössuð. Yfirleitt kemur það frá stelpum sem vilja vera grannar og nettar – þær eru aðallega hneykslaðar á þessu. Maður er alltaf dæmdur fyrir að vera kona og með vöðva.“

Ragnheiður Sara er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum.
- Auglýsing -

_______________________________________________________________

Sunna Davíðsdóttir

Sunna gerðist fyrst íslenskra kvenna atvinnumaður í MMA, blönduðum bardagalistum, þegar hún gekk til liðs við Invicta Fighting Championships sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum í fyrra. Hún hefur nú keppt í tveimur bardögum og sigrað þá báða. Í hugum margra er MMA ekki beint kvenleg íþrótt og fremur ofbeldisfull en Sunna hefur aldrei látið það aftra sér.

„Hvað mig varðar þá hefur íþróttin haft ótrúlega mikil jákvæð áhrif, til dæmis hvað varðar sjálfstraust, sjálfsmynd og skýrari sýn á sjálfa mig.“

Sunna gerðist fyrst íslenskra kvenna atvinnumaður í MMA.,
- Auglýsing -

_______________________________________________________________

Aly Raisman

Aly var fyrirliði bandaríska fimleikaliðsins á Ólympíuleikunum 2012 og 2016. Bæði árin vann liðið gull í liðakeppninni og hún hefur sjálf unnið til fjölmargra verðlauna, fengið gull, silfur og brons í einstaklingskeppnunum.

„Mössuðu upphandleggirnir mínir sem voru álitnir skrítnir og ógeðslegir þegar ég var yngri hafa gert mér kleift að verða ein besta fimleikakona heims. Aldrei leyfa neinum að segja þér hvernig þú eigir eða eigir ekki að líta út.“

Aly var fyrirliði bandaríska fimleikaliðsins á Ólympíuleikunum 2012 og 2016.

_______________________________________________________________

Serena Williams

Serena er ein besta tenniskona seinni ára sem hefur tvisvar náð að sigra stórmótin fjögur á sama tímabilinu. Fólk virðist samt endalaust tilbúið til að gagnrýna líkamsvöxt hennar og henni hefur verið líkt við karlmann og naut.

Since I don’t look like every other girl, it takes a while to be okay with that. To be different. But different is good.

Serena er ein besta tenniskona seinni ára

 

_______________________________________________________________

Jessica Eye

Jessica er bandarísk atvinnukona í blönduðum bardagalistum, eða MMA. Hún hefur þurft að glíma við ýmsa fordóma í þessari karllægu íþrótt.

„Ég held að það sé algengur misskilningur um íþróttakonur að við séum strákastelpur og við séum ekki sætar eða kvenlegar. Við erum líka konur og okkur þykir gaman að klæða okkur upp á, mála okkur, fara á stefnumót og láta koma fram við okkur eins og dömur.“

Jessica er bandarísk atvinnukona í blönduðum bardagalistum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -