Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Svarthvíta hetjan mín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru ákveðnir töfrar sem fylgja svarthvítum myndum.

Lengi vel voru svarthvítar myndir það eina sem var í boði en jafnvel í dag, mörgum áratugum eftir að litfilmur voru fundnar upp, eru enn til kvikmyndagerðarmenn sem velja að taka myndir upp í svarthvítu.

Datt í lukkupottinn
Í Nebraska (sjá mynd hér að ofan) kynnumst við Woody Grant, öldruðum vélvirkja og fyrrverandi málara, sem ákveður að ferðast frá Montana til Nebraska til að innheimta milljón dollara sem hann heldur að hann hafi unnið í happdrætti. Woody er vegna óhóflegrar áfengisneyslu í gegnum árin orðinn verulega ruglaður ofan í sérviskuna sem hefur alltaf einkennt hann. Þegar hann fær bréf þar sem látið er að því liggja að hann hafi unnið milljón dollara í happdrætti og það eina sem hann þurfi að gera sé að mæta á svæðið og sækja vinninginn. Allir í kringum hann vita að þetta er auglýsingabrella, eða hreinlega svindl, en Woody er harður á því að vinningurinn sé raunverulegur og ákveður að sækja hann.

Schindler var þýskur viðskiptajöfur sem óvænt gerðist bjargvættur mitt í þriðja ríki nasista í Þýskalandi.

Bjargvættur
Óskarsverðlaunamyndin Schindler’s List er byggð á sannri sögu Oskars Schindler. Hann var montinn og gráðugur þýskur viðskiptajöfur sem óvænt gerðist bjargvættur mitt í þriðja ríki nasista í Þýskalandi. Hann ákvað að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir gyðinga og náði þannig að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz-fangabúðirnar, þar sem gasklefinn beið þeirra.

Myndin Manhattan er talin vera ein af meistaraverkum Allens.

Svört kómedía
Leikstjórinn Woody Allen hefur gaman að því að leika sér með ýmis stílbrigði eins og svarthvíta filmu. Í Manhattan leikur Woody Allen sjálfur Isaac sem er 42 ára og skilinn við Jill. Hún býr nú með annarri konu og er að skrifa bók þar sem hún ætlar að deila persónulegum hlutum úr sambandi þeirra Isaac. Isaac á svo í ástarsambandi við unglingsstúlkuna Tracy þar til hann hittir Mary, hjákonu besta vinar síns og kolfellur fyrir henni.

Frances opnar hjarta sitt fyrir ástinni og dansinum á ný með misgóðum árangri.

Hálffullorðin
Frances Ha í samnefndri kvikmynd er dansari af lífi og sál. Hún starfar hins vegar sem danskennari til að ná endum saman. Hana langar að gera og verða margt en nær árangri í fáu. Mesti sigur hennar hingað til er vinátta hennar og Sophie. Vinkonurnar eru svona semi-hipsterar og hanga saman öllum stundum, en fást við fátt utan þess að gera írónískar athugasemdir um lífið um umhverfið í anda Dorothy Parker. Þegar fólk hefur orð á því að þær séu farnar að minna á lesbískt par sem sé hætt að stunda kynlíf krefst Sophie að þær endurskoði vináttuna. Þannig fer Frances opnar hjarta sitt fyrir ástinni og dansinum á ný með misgóðum árangri.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -