Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

„Þang er ekki bara hippafæða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver mælir með því að allir borði þang reglulega.

Þang er í raun algjör næringarsprengja að sögn Jamie Oliver.

Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver hefur viðurkennt að hann hafi lengi haldið að þang væri ekkert annað en hippafæða og enn eitt tískufyrirbærið í fæðu. Hann skipti um skoðun og mælir með því að allir borði þang reglulega því það er eitt næringarríkasta grænmeti jarðar. Samkvæmt Jamie er þang í raun algjör næringarsprengja sem inniheldur allt í senn trefjar, næringarefni, vítamín og öll steinefni sem til eru.

Gott fyrir húðina
Í þangi eru ýmis andoxunarefni, ensím og ómega fitusýrur sem hjálpa til við að hreinsa og fegra húðina. Þörunga og þang er að finna í fjölmörgum snyrtivörum nú til dags en það er engu síður gagnlegt fyrir húðina að borða þang.

Vinnur gegn líkamsfitu
Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að þang innihaldi efni sem dragi úr fitusöfnun líkamans og auki jafnframt brennslu. Þó svo að það þurfi að rannsaka þessa eiginleika frekar þá lofar þetta góðu.

Eykur seddu
Þegar við borðum þurrkað þang dregur það í sig vökva í maganum og þenst út þannig að okkur finnst við saddari. Það ásamt því hvað þang er líka hitaeiningasnautt og lágt í kolvetnum gerir það að fullkomnu snarli milli mála.

Grænt og vænt
Rétt eins og plöntur sem vaxa á landi inniheldur þang blaðgrænu sem er sögð hjálpa til við að draga úr bólgum í líkamanum og auka magn rauðra blóðkorna í blóði.

Járnrisi
Þang er ekki aðeins ríkt af járni heldur inniheldur það einnig mikið C-vítamín en það er nauðsynlegt fyrir upptöku líkamans á járni.

- Auglýsing -

Bætir hjartaheilsu
Þang hjálpar til við að draga úr kólestrólmagni, inniheldur efni sem draga úr myndun blóðtappa og er ríkt af kalíni sem minnkar líkurnar á of háum blóðþrýstingi.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -