2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Tískutrend sem mættu hverfa á braut

  Viss tískutrend sem mega gjarnan vera skilin eftir árið 2018 að mati undirritaðrar. Hér er listi yfir það sem mætti kveðja á þessu ári.

  Pínulítil næntís-sólgleraugu mega gjarnan verða skilin eftir árið 2018. Ofurfyrirsætan Bella Hadid nær ekki einu sinni að „púlla“ þau og þá er nú mikið sagt.

  Þær konur sem ólust upp á tíunda áratugnum hefði aldrei grunað að hjólabuxurnar svokölluðu yrðu tískutrend ársins 2018. Við munum aldrei skilja það.

  Gallabuxnatískan var stórfurðuleg á síðasta ári og því rifnari og tættari, því betra. Við skiljum við þetta ósmekklega trend og sjáum það vonandi ekki aftur.

  Útvíðar gallabuxur. Hugsanlega kúl á áttunda áratugnum, mögulega í lagi á þeim tíunda en ekki einu sinni Victoria Beckham getur sannfært okkur um að klæðast bootcut-sniði í dag.

  AUGLÝSING


  Rándýru tískuvörumerkin á borð við Gucci komu á markað með loðfóðraða loafers-skó á árinu. Segjum bless við þá á nýju ári. Loafers mega lifa en ekki með ópraktísku loðfóðri sem hentar slabbveðri sérlega illa.

  Síðustu árin hefur tískubransinn og innanhússhönnunarheimurinn verið gegnsýrður af svokölluðum millenial-pink eða fölbleika litnum. Við erum persónulega búnar að fá nóg í bili.

  Rándýrir, klunnalegir og logo-merktir strigaskór hafa fengið nægan tíma í sviðsljósinu. Hver er til í að borga rúmar áttatíu þúsund krónur fyrir ljóta strigaskó? Ekki við.

  Við sem héldum að mittistöskur kæmu aldrei aftur, en vá, hvað okkur skjátlaðist. Nú er nóg komið.

  Hönnunartöskur úr plasti eru bara vitleysa og við tökum ekki þátt í henni.

  Neon-litir höfðu betur mátt halda sig í kringum aldamótin. Kim Kardashian nær ekki einu sinni að selja okkur að þetta sé smart.

  Svokallaðir chokerar eða mellubönd fengu uppreist æru á síðustu tveimur árum. Við erum ekki þar í liði.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is