Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Út um allar trissur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir kjósa að stunda heilsurækt í utanlandsferðum sínum. Því bjóða flestar ferðaskrifstofur upp á spennandi ferðir til útlanda, allt árið um kring, þar sem megintilgangurinn er líkamsrækt og útivist. Ferðirnar eru af ýmsum toga en hér eru nokkur vinsæl dæmi.

Boðið er upp á klassískar skíðaferðir til hinna ýmsu skíðasvæða í Evrópu og Bandaríkjunum eða ferðir helgaðar gönguskíðum sem njóta sífellt meiri vinsælda.

Gaman í brekkunum
Það er draumur margra að skella sér í vetrarfrí á skíði, gista í glæsilegum skíðaskálum, hafa það skemmtilegt í góðum félagsskap og renna sér á skíðum í fallegu umhverfi.

Ýmist er boðið upp á klassískar skíðaferðir til hinna ýmsu skíðasvæða í Evrópu og Bandaríkjunum eða ferðir helgaðar gönguskíðum sem njóta sífellt meiri vinsælda.

Þó svo að um skipulagðar ferðir sé að ræða hefur fólk frjálst val um hvernig það vill haga degi sínum og hversu mikið það vill vera í brekkunum.

Yfirleitt er þó boðið upp á daglegar ferðir með fararstjórum þar sem eitthvað nýtt og skemmtilegt er skoðað.

Innri friður
Fyrir jógaiðkendur jafnast fátt á við það tækifæri að ferðast til Indlands, vöggu jógamenningarinnar.

Undanfarin ár hefur verið hægt að fara í skipulagðar ferðir um Indland þar sem blandað er saman skoðunarferðum og jóga. Ferðirnar eru því hannaðar fyrir þá sem vilja rækta sjálfa sig en jafnframt upplifa ævintýralega fegurð Indlands, sögufræga staði og framandi matargerðarlist.

„ … hefur fólk frjálst val um hvernig það vill haga degi sínum og hversu mikið það vill vera í brekkunum.“

- Auglýsing -

Íslenskir fararstjórar, sem eru líka lærðir jógakennarar, eru með í för og veita leiðsögn og jógakennslu. Einnig er farið í „ashram“ eða jógastöðvar þar sem indverskir gúrúar leiðbeina ferðamönnum og gera þeim kleift að komast upp á næsta stig í sinni iðkun.

Skemmtileg sveifla
Hér á landi eru margir góðir golfvellir sem eru nýttir allt árið um kring. Golfarar sækjast þó einnig mikið í að fara til útlanda og prófa nýja og meira krefjandi golfvelli.

Ferðaskrifstofur hafa lengi boðið upp á ferðir tileinkaðar golfi til áfangastaða bæði nær og fjær, frá Mexíkó til Spánar.

Ferðaskrifstofur hafa lengi boðið upp á ferðir tileinkaðar golfi til áfangastaða bæði nær og fjær, frá Mexíkó til Spánar. Ekki skemmir fyrir að í þeim löndum sem boðið er upp á er oft mun betra veður en hér á landi og því er hægt að spila eins og mann lystir.

- Auglýsing -

Holt og hæðir
Vinsælt hefur verið fyrir útivistarfólk, sem er oft og tíðum búið að fara flestar af vinsælustu gönguleiðum landsins, að halda í ferðir til útlanda sem helgaðar eru gönguferðum. Slíkar ferðir eru frábært tækifæri til að kynnast ákveðnum svæðum mjög vel. Vinsælir staðir eru til dæmis Alparnir, fjöllin í Andalúsíu á Spáni, Toscana-dalurinn á Ítalíu og Klettafjöllin í Kanada.

Ekki er endilega um að ræða erfiðar göngur en þær krefjast engu að síður nokkurs þols því yfirleitt er gengið allan daginn, alla daga.

Flestar ferðaskrifstofur flokka ferðir eftir erfiðleikastigum, þar sem tekið er tillit til þols, þess tíma sem ganga tekur, hækkunar og lækkunar, eðli gönguslóðanna og svo framvegis, því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ferðir til Indlands eru tilvalnar fyrir þá sem vilja rækta sjálfa sig en jafnframt upplifa ævintýralega fegurð Indlands, sögufræga staði og framandi matargerðarlist.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -