Sunnudagur 16. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Verkefni sem þetta tekur yfir líf allra sem að því koma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hera Hilmarsdóttir er ein þeirra íslensku stjarna sem náð hafa hvað lengst á sviði leiklistar en hún fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Mortal Engines. Myndin var frumsýnd í lok nóvember í Bretlandi en kemur í íslensk kvikmyndahús þann 14. desember næstkomandi.

Til að undirbúa sig sem best fyrir hlutverkið sökkti Hera sér í mikla rannsóknarvinnu. „Ég las allt sem ég gat fundið sem tengdist sögunni en fyrst og fremst handritið sjálft að myndinni og fyrstu bókina. Eftir það varð ég að finna út hvernig ég gæti stigið inn í líkama og höfuð Hester sem þýddi að ég varð að leita í ákveðin frumefni í sjálfri mér sem eru kannski aðeins meira félagsfælin en önnur.“

Auk þess er Hester með ansi góða sjálfsbjargarhæfni, hún getur klifrað í klettum, hlaupið um, notað hnífa og hreinlega komist af í ómögulegum aðstæðum.

„Það skiptir miklu máli að skilja það. Ég sótti mikið í náttúruna á Nýja-Sjálandi þar sem ég gat verið ein og ímyndað mér hvernig það er að vera einangruð öllum stundum. Sérstaklega í villtri óvæginni náttúru og hvernig maður lifir það af, bæði andlega og líkamlega.“

Áskorun að vera á þeim stað sem Hester er alla daga

Hera segir vinnuna hafa gengið vel og þegar hún líti til baka komi upp góðar tilfinningar frá ferlinu í heild sinni, hún viðurkennir þó að verkefnið hafi reynt verulega á. „Þetta var mikil áskorun, bæði að vera á þeim stað sem Hester er alla daga, andlega og líkamlega, en auk þess voru tökudagar langir og margir. Á sama tíma var þetta virkilega skemmtilega krefjandi ferli, fólkið sem ég vann með var allt saman frábært og yndislegt að dvelja á Nýja-Sjálandi.“

Upplifunin var því virklega góð. Peter og Fran, Philippa og Christian, pössuðu upp á að ég hefði það sem best og buðu mig strax velkomna inn í þeirra líf, mér þótti mjög vænt um það.

„Verkefni sem þetta tekur gjörsamlega yfir líf allra sem eru hluti af því. Auðvitað er ekkert hlutverk eins en Hester er virkilega sérstakur karakter. Það að vinna í verkefni á þessum skala, sérstaklega verandi í aðalhlutverki er eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður en lærði fullt á því.“

Á endanum er þetta bara bíó

- Auglýsing -

Myndin var frumsýnd örfáum dögum áður en viðtalið fór í prent og því var ekki úr vegi að spyrja Heru hvernig tilfinningin hafi verið á frumsýningardegi? „Tilfinningin er bara góð myndi ég segja. Það er virkilega gaman að verkefni sem maður leikur í fái þá athygli sem þessi mynd fær. Auðvitað er það alltaf takmarkið enda gerir maður þetta fyrir fólk til að sjá.“

Að einhverju leyti má segja að þetta sé draumur sem sé að rætast, að vinna með fólki af þessari stærðargráðu og sjá eitthvað sem maður gerir ná svona langt, auðvitað er það algjör draumur. Ég held ég haldi mér á jörðinni með því að minna mig á að á endanum er þetta bara bíó.

„Þetta er ekki einhver stund sem ákvarðar hver þú ert eða hvað í þér býr. Ég reyni alltaf að gera mitt allra besta í tökunum en eftir það er það úr mínum höndum. Þá er bara að læra að njóta þess góða sem kemur í kjölfarið og leiða hitt hjá sér, hvort sem það er meiri athygli eða eitthvað annað. Maður að reyna sitt besta, dag frá degi, verkefni eftir verkefni og svo sér maður bara hvað gerist í framhaldinu. Og heldur vonandi áfram að njóta stundarinnar.“

Viðtalið í heild má lesa í 48.tbl Vikunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -