Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

OLIFA – Ítölsk gæði í íslenskri mengun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

OLIFA – La Madre Pizza er veitingastaður sem var opnaður árið 2022 og eru eigendur staðarins þau Emil Hallfreðsson og Ása María Reginsdóttir. Eins og nafn staðarins gefur til kynna á þetta að vera pítsastaður. En við komum að því síðar.

Staðirnir eru tveir talsins og er aðalstaðurinn við Suðurlandsbraut á meðan það er lítið útibú í Krónunni í Skeifunni. Verður það að teljast nokkuð athyglisverð nálgun fyrir stað í þessum stíl. Ekki sama ára sem ríkir inni í verslun Krónunnar og inni á OLIFA við Suðurlandsbraut, svo mikið er víst.

Andrúmsloftið og stemningin á aðalstaðnum er til fyrirmyndar. Snyrtilega upp settur veitingastaður þar sem hátt er til lofts, stórir gluggar og bjart rými. Um leið og maður gengur inn skapast væntingar um gæði matarins. Hér er vandað til verks þegar kemur að hönnun. Í raun þá er það eina sem hægt er að setja út á varðandi rýmið sjálft að útsýni frá staðnum, horft út um stóra glugga, er eitt leiðinlegasta bílastæði landsins. Stundum þurfa gestir að troða sér á milli bílalúða sem hafa lagt bílum sínum á gangstéttum nærri OLIFA og ekki er gaman að þurfa ganga í gegnum mengunarský til þess að komast inn á veitingastað.

Þjónusta er afbragðsgóð og í raun verður að hrósa staðnum sérstaklega fyrir að ráða sennilega bestu unga þjóna sem hægt er að finna á landinu. Hinir þjónarnir eru einnig frábærir, en það er alltaf gaman að sjá ungt fólk sem hefur metnað fyrir vinnu sinni, sama hver hún er.

No photo description available.

Þá er það maturinn.

Eins og ég gaf í skyn fyrr í textanum á OLIFA að vera pítsastaður og hann er það. En samt ekki. Það er í raun erfitt að lýsa þeim pítsum sem staðurinn býður upp á, einfaldlega vegna þess að ekkert í líkingu við þessar pítsur er að finna á landinu. Brauðið er þykkt en létt á sama tíma. Áleggið er ofan á pítsunni frekar en hluti af henni, ef svo mætti segja. Þetta gefur pítsunum á staðnum óneitanlega heimagerðan blæ. Ég hef smakkað fjórar mismunandi pítsur og allar mjög ólíkar. Kjötáleggið sem er boðið upp á sérstaklega gott. Eina vandamálið er að það ómögulegt að halda á sneiðunum og það er örlítið krefjandi að skera þær, en í stóra samhenginu er það smáatriði. Þó ert vert að taka fram að vinkona mín fékk sér kjúklingasalat og fannst það ekki í sama gæðaflokki og pítsurnar.

Ég hvet alla mataráhugamenn að prófa staðinn einu sinni. Ég hef á tilfinningu að þetta sé ekki allra, þó að ég kunni vel að meta matinn. Ég held að annaðhvort elski fólk matinn eða hati hann.

Ég tilheyri fyrri hópnum.

Umfjöllun þessi birtist fyrst í tímaritinu Vín og Mat sem hægt er að lesa hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -