Blásið til gleði á KEX

Una Stef og hljómsveit hennar ætla að blása til tónleika og almennrar gleði á KEX morgun, föstudagskvöldið 10. maí.

Una hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og heillað landann bæði með tónlist sinni og kröftugri framkomu á sviði með hljómsveit sinni, sem er þekkt fyrir taktvissu á heimsmælikvarða.

Á KEX verður frumflutningur á splunkunýju efni sveitarinnar og gert er ráð fyrir alls kyns dilli. Dansskór eru æskilegt skótau en ekki skylda.

Frítt inn og allir velkomnir!

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni