Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Byggja lítið tónlistarævintýraland í Danmörku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

RPM Records er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vínylplötum.

 

Guðmundur Örn Ísfeld hefur ásamt nokkrum vinum sínum, opnað í Kaupmannahöfn fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vínylplötum.

„Við stefnum á að byggja lítið tónlistarævintýraland hér í Köben. Við erum nú þegar með vínylpressu, tvö stúdíó, æfingarhúsnæði og erum að vinna í því að setja upp tónleikaraðstöðu,“ segir Guðmundur en fyrirtækið, sem kallast RPM Records-vínylplötuframleiðsla, hefur þegar framleitt plötur fyrir listafólk eins og Magnús Þór Magnússon, Vicky, Andi, Fox Train Safari, D-A-D, Nelson Can, Lukas Graham, Lydmor, Nanook, Laid Back og fleiri.

Fyrirtækið fjárfesti nýverið í fullátómatískri vínylpressu sem hann segir að framleiði plötur í fullkomnum gæðum, hratt og með eins umhverfisvænum hætti og hægt er.

Hefðbundinn framleiðslutími sé aðeins 14 virkir dagar, en hægt sé að ná honum niður í 7 daga ef nauðsyn krefur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -