Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fagna tvítugsafmælinu með plötuútgáfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

GDMA er rapp/söng-dúó sem saman stendur af tveimur bestu vinum frá Selfossi, þeim Degi Snæ Elíssyni og Gabríel Werner Guðmundssyni. Kapparnir hafa gefið út tónlist í um tvö ár og voru að senda frá sér sína þriðju plötu, Afmaíli.

„Nafn plötunnar er tilkomið vegna þess að við gefum út plötuna núna í maí sem er afmælismánuður okkar beggja og af því að við erum báðir að fagna tvítugsafmælinu,“ segir Dagur og bætir við að nýja platan samanstandi af átta mjög fjölbreyttum lögum, allt frá r&b yfir í jazz og frá „trap“ yfir klúbbafíling. Lögin hafa verið mislengi í ferli en flest eru þó samin í ársbyrjun 2019.

Þeir segja að fram undan sé að gefa út meira efni og koma fram á sem flestum stöðum í sumar. „Við erum með Afmaílis-útgáfutónleika á Frón, Selfossi þann 25. maí, þar hita einnig upp fleiri listamenn fyrir okkur og við vonumst bara til að sjá sem allra flesta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -