Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fannst hann búinn að vera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bergþór Smári, eða Beggó eins og hann er iðulega kallaður, var að senda frá sér lagið Einnar nætur gaman. „Ég gaf lagið fyrst út árið 2011, heima í Skagafirði, eftir að það var valið besta frumsamda lagið í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna á Sauðárkróki,“ segir hann.

 

„Lagið naut gífurlegra vinsælda þar en þó aðeins þar því það fékk enga spilun í útvarpi, sama hvað ég reyndi.“

Beggó segir að eftir þetta hafi honum liðið eins og hann væri búinn að vera, við hafi tekið hark og draumurinn um tónlistarferil dáið. En núna, næstum tíu árum seinna, sé hann að reyna að blása nýju lífí í lagið, því honum finnst að það hafi aldrei fengið þá athygli sem það á skilið. „Þetta er bara byrjunin,“ segir hann brattur. „Það eru fleiri lög á leiðinni með sumrinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -