Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Heldur upp á afmælið með útgáfu nýrrar plötu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Lára Rúnars sendir frá sér sína sjöttu plötu, Rótin, á afmælisdegi sínum þann 31. október. Í tilefni dagsins mun Lára fagna útgáfu plötunnar í Bæjarbíói þar sem Lára og hljómsveit munu skapa fallega stemningu og notalegt samtal um lífið og lögin.

Að sögn Láru er platan lágstemmd, einlæg og falleg. Lögin fjalli um hennar eigin reynsluheim, samskipti við fólk, sjálfsvinnuna og þroskann sem af henni hlýst. Hún fjalli um móðurhlutverkið, ástina, togstreituna sem lífið færir og fegurðina við að leysa hana úr læðingi.

Lög og textar á plötunni eru eftir Láru sjálfa en hún vann útsetningar í samstarfi við Sóleyju Stefánsdóttur og Albert Finnbogason. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa fengið Sóleyju með mér og ástæðan fyrir því að ég talaði við hana í upphafi var vegna þess hve ótrúlega vel hún töfrar fram allskonar þræði, lætur þá fléttast saman og enda síðan í einhverju fallegu,“ útskýrir hún. „Hún og Albert eru bæði sérlega næm á það hvað þjónar lagasmíðinni og hvað ekki.“

Tónleikarnir fyrrnefndu fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði, heimabæ Láru, fimmtudagskvöldið 31. október klukkan 21. Hljómsveit Láru skipa ásamt Láru, Sóley Stefánsdóttir, Albert Finnbogason, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Þess má geta að nú þegar hafa þrjár smáskífur af plötunni komið út: Segja frá, Altari og Dansi Dansi. Lögin má finna á Spotify og tilvalið er að hlýða á þau til að fá tilfinningu fyrir stemningu kvöldsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -