Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fagna fertugsafmæli Harrys í þrjá daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinsælasti galdrastrákur allra tíma, Harry Potter, verður fertugur á morgun, 31. júlí, og af því tilefni efnir Amtbókasafnið á Akureyri til þriggja daga Potterhátíðar. „Þetta er stórafmæli, það þarf að tjalda öllu til,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, ungmennabókavörður á Amtsbókasafninu og skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við RÚV.

Harry Potter er samkvæmt sögunni fæddur 31. júlí 1980 og reyndar er 31. júlí fæðingardagur höfundar bókanna um hann, J.K. Rowling, en hún er aðeins eldri en Harry, fædd 1965. Fyrsta bókin um Harry kom út 1997 og síðan hafa bækurnar um hann selst í rúmlega 500 milljónum eintaka og bókaflokkurinn er orðinn sá mest seldi í sögunni.

Afmælishátíðin hófst í gær og segir Hrönn að öllu verði tjaldað til. „Það sem er svona hápunkturinn hjá okkur flóttaherbergi í kjallaranum hjá okkur. Þetta er sem sagt þannig að þeir sem koma hérna inn þurfa að leysa þrautir til þess að komast aftur út úr herberginu,“ segir hún.

Spurð hvort ekki dugi minna en þriggja daga hátíðahöld fyrir meistarann segir Hrönn: „Þetta er nú reyndar tvíþætt. Annars vegar að þetta er stórafmæli, það þarf að tjalda öllu til. En svo erum við nú líka svona að hafa smá varann á okkur út af Covid.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -