KUL og Teitur Magnússon & Æðisgengið á KEX

Það verður mikið um mikið um dýrðir og töfra á Kex Hostel í kvöld.

Í kvöld, föstudaginn 28. júní, verður mikið um dýrðir og töfra á Kex Hostel þegar hljómsveitirnar KUL og Teitur Magnússon & Æðisgengið bregða á leik fyrir gesti.

Hljómsveitin KUL var stofnuð í fyrra af reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Meðlimir sveitarinnar, þeir Heiðar, Helgi, Hálfdán og Skúli eru þekktir fyrir sín þrumuskot í meðal annars Botnleðju, Sign og Benny Crespo’s Gang. Gestir geta átt von á rokki og róli og það gerir KUL gerir vel.

Hlýr, tímalaus en jafnframt hrár – „það er enginn asi á Teiti“. Svo lýsti gagnrýnandinn Ingimar Bjarnason tónlistinni á síðustu plötu Teits Magnússonar, Orna, sem kom út á síðasta ári við mikinn fögnuð tónlistarunnenda. Með honum leikur Æðisgengið – þar er vægt til orða tekið valinn maður í hverju í rúmi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er frítt inn.

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni