Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lengi barist fyrir því að nasaflautan verði viðurkennd sem alvöruhljóðfæri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn, einyrkinn og eini alvörunasaflautulistamaður íslensku þjóðarinnar, Nasarus, opinberaði nýlega tilvist sína á samfélagsmiðlinum Facebook eftir stífar æfingar undanfarin misseri.

Á Facebook hefur hann undanfarið kynnt sjálfan sig og listsköpun sína með athyglisverðum kynningarmyndböndum sem eru hluti af heimildamynd sem verið er að vinna um hljómsveitina hans. Auk þess stefnir Nasarus að því að frumsýna splunkunýtt myndband við fyrsta útgefna lagið sitt á alþjóðlegum degi nasaflautunnar föstudaginn 14. júní.

„Ég er tilbúinn að stíga fram núna, enda búinn að byggja mig upp eftir erfið áföll og hlakka til að gefa út myndbandið og lagið sem er sannkallaður smellur sem kemur öllum í gott skap,“ segir Nasarus spurður út í útgáfuna fram undan. Hann tekur fram að hann hafi lengi barist fyrir því að nasaflautan verði viðurkennd sem alvöruhljóðfæri í tónlistarskólum landsins og að opinberun hljómsveitarinnar sé fyrsta raunverulega skrefið í þá átt.

Nasarus hefur þurft að hafa fyrir hlutunum til að geta spilað á hljóðfæri sitt: „Ég er með mjög skakkt miðnes og hef ekki enn treyst mér til að fara í aðgerð til að laga það. Það má segja að ég hafi gengið í gegnum helvíti til að sinna þessu. Skekkjan gerir það að verkum að ég get í rauninni bara blásið út um aðra nösina sem er ekki sérlega hentugt þegar hljóðfærið er gert fyrir nasagöng. Maður verður samt bara að halda áfram og rísa upp eins og nafni minn Lazarus í Biblíunni. Æfing, æfing og enn meiri æfing skilar manni á réttan stað.“

Nasarus sér fyrir sér að uppfylla drauma sína m.a. með því að spila í tónleikasalnum Nasa sem verið er að endurreisa við Austurvöll. „Ég held að það sé nú fátt meira viðeigandi. Kannski maður taki bara lög með Nazaret þó ég sé nú kannski mest fyrir gömlu góðu íslensku lögin.“

Hægt er að sjá kynningarþætti frá kappanum á Albumm.is.albu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -