2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nýtt lag og tónleikar á Iceland Airwaves

Tónlistarkonan Elín Hall sendi í gær frá sér Lagið. Lagið er fyrsti síngúllinn af væntanlegri plötu Elínar sem ber titilinn Með öðrum orðum. Áætluð útgáfa plötunnar er í byrjun árs 2020.

 

Elín Hall kom áður fram undir nafninu Elín Sif og gaf út lagið Make You Feel Better árið 2017. Einnig gaf hún út plötu með hljómsveitinni Náttsól í byrjun árs 2019. Af þeirri plötu eru helst þekkt lögin Hyperballad (Cover) og My Boyfriend is Gay.

Elín Hall er að auki þekkt fyrir leik sinn í kvikmynd Baldvins Z. Lof mér að falla þar sem hún fór með aðalhlutverk.

Í vikunni kemur Elín Hall fram á Iceland Airwaves þar sem hún mun flytja lög af plötunni ásamt öðru óútgefnu efni. Elín spilar í Iðnó í kvöld, föstudag, klukkan 20.20 og á Reykjavík Konsulat Hótel á morgun, laugardag, klukkan 18.

Lestu meira

Annað áhugavert efni