2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Samdi nýja tónlist í samkomubanni

Ingi Þór Tryggvason, sem gengur undir listamannsnafninu Mosi, hefur lekið tveim glænýjum lögum, Wilde og Love, á Soundcloud. Líkt og fleiri Íslendingar hefur tónlistarmaðurinn haldið sig heima að miklu leyti vegna COVID-19 veirunnar og nýtti hann tímann til að semja þessi tvö lög. Í samtali við Albumm segir hann að veiran sé fjárhagslegur skellur fyrir marga listamenn. „Í  kjölfarið hefur maður séð margt fólk heima að hvetja aðra til að hlusta á íslenska tónlist og mig langaði að taka þátt í því og leka út þessum nýju lögum sem eru af nýrri plötu sem kemur út fyrir sumarið. Núna í þessum erfiðu aðstæðum sjáum við nefnilega svo vel hvað tónlistin er okkur mikils virði. Ég meina, hversu oft hefur eitt lag bjargað mörgum á erfiðum stundum og á góðum stundum algjörlega reddað deginum?“ Einnig er hægt að hlusta á Wilde og Love á albumm.is.

Texti / Steinar Fjeldsted

Lestu meira

Annað áhugavert efni