Miðvikudagur 17. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Skelltu þér á tónleika!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albumm mælir með eftirfarandi viðburðum sem framundan eru.

 

Benni Hemm Hemm

Útgáfutónleikar Benna Hemm Hemm

Allt verður lagt undir á útgáfutónleikum Benna Hemm Hemm í Tjarnarbíói 31. janúar. Leikin verða lög af nýrri plötu, sem kemur út sama dag, og þarna gefst tækifæri til að heyra þau í bestu mögulegu aðstæðum. Fleiri tónlistarmenn stíga svo á stokk, Prins Póló, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kött Grá Pje og fleiri.Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Hægt er að nálgast miða á www.tix.is.

Emiliana Torrini

Emilíana og Jón Ólafs í Salnum

Emilíana Torrini sló í gegn þegar hún heimsótti Jón Ólafsson í Salinn síðastliðinn vetur og seldist upp á þrenna tónleika. Nú verður leikurinn endurtekinn og ætla þau Jón og Emilíana að fara í gegnum litríkan feril söngkonunnar. Lög frá upphafsárunum á Íslandi verða á dagskrá og stærstu alþjóðlegu smellirnir. Má þar nefna Blame it on the Sun, Crazy Love og Sunny Road. Viðburðurinn fer fram í Salnum í Kópavogi 30. janúar og hefst klukkan 20.30. Miðar fáanlegir á salurinn.kopavogur.is.

HAM

HAM með stórtónleika í Listasafni Reykjavíkur

- Auglýsing -

Hljómsveitin HAM blæs til stórtónleika í Listasafni Reykjavíkur 24. janúar í tilefni af útgáfu plötunnar CHROMO SAPIENS og opnunar sýningar á samnefndu verki Hrafnhildar Arnardóttur, aka Shoplifter, en það var til sýnis á Feneyjartvíæringnum 2019. Sérstakur gestur verður Skúli Sverrisson sem leggur HAM lið við flutning tónverksins. Fjörið hefst klukkan 19.30. Miðar á www.tix.is.

Hatari

Útgáfutónleikar Hatara

Andkapítalíska verðlaunahljómsveitin, margmiðlunarverkefnið og neysluvaran Hatari stefnir að því að skila af sér á næstunni sinni fyrstu breiðskífu, Neyslutrans, „í von um niðurrif síðkapítalismans og arð,“ eins og segir í tilkynningu frá sveitinni. Af því tilefni stendur Hatari fyrir útgáfutónleikum í Austurbæ þann 22. febrúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Miðasala er hafin á www.tix.is.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -