Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Vinnur með konunni sem uppgötvaði Lady Gaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gréta Karen Grétarsdóttir hefur haft nóg að gera eftir að hún flutti til Los Angeles en þar hefur hún unnið með stórum nöfnum í tónlistar- og kvikmyndageiranum. Nýlega skrifaði Gréta undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. Albumm hitti á Grétu, sem er nú stödd á Íslandi, og forvitnaðist um ferilinn, æskuna og þessi merku tímamót.

 

„Ég hafði þekkt Wendy Starland í smátíma í gegnum sameiginlegan vin. Svo í fyrra fórum við að spjalla og ég sagði bara í gríni: Af hverju ert þú ekki bara umboðsmaðurinn minn? og hún sagði: „Til er ég.“ „Við gerðum svo samning sem ég skrifaði undir í lok síðasta árs,“ segir Gréta og viðurkennir að það sé ekki amalegt að hafa Wendy Starland sér við hlið, konuna sem uppgötvaði Lady Gaga og hjálpaði henni að skapa ímynd sína.

Umvafin tónlist frá unga aldri

Gréta á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar,sem er best þekktur sem hljómsveitarmeðlimur Stjórnarinnar. „Ég held að pabba hefði líklegast langað meira til að ég yrði lögfræðingur eða læknir. Í dag skil ég það betur, enda getur tónlistarheimurinn oft verið skrítinn og erfiður,“ segir hún en tekur fram að foreldrar hennar hafi þó ævinlega stutt hana í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.

Aðspurð, segist Gréta hafa verið umvafin tónlist frá unga aldri. „Ég ólst upp hjá móður minni fyrstu fjórtán árin. Hún söng mikið á heimilinu, enda hafði hún ætlað að fara í óperunám þegar hún var unglingur en gat það því miður ekki þar sem faðir hennar lést aðeins 37 ára og í kjölfarið varð hún að hjálpa móður sinni með heimilið og yngri systkini sín,“ lýsir hún og segist hafa flust til föður síns þegar hún var fjórtán ára. Tónlist hafi mikið verið spiluð á því heimili. „Ég fæ því tónlistargenin bæði frá mömmu og pabba,“ segir hún.

Spurð hver sé fyrsta minning hennar af því að syngja, hugsar Gréta sig aðeins um og segist muna eftir sér að nota sippu – bandið sitt sem míkrófón þegar hún var fjögurra ára. „Ég man að ég var með lokað að mér því enginn mátti heyra mig syngja.“

„Ég held að pabba hefði líklegast langað meira til að ég yrði lögfræðingur eða læknir.“

- Auglýsing -

Feimnin rak hana út í nám

Gréta segist alltaf hafa verið feimin að syngja fyrir framan aðra og það hafi eiginlega orðið til þess að hún ákvað að fara til Danmerkur í tónlistarnám við Complete Vocal Institude. „Þetta var fjögurra mánaða krefjandi söngnám sem hjálpaði mér mjög mikið að komast úr skelinni.“ Að námi loknu sótti hún svo um að komast inn í Musicians Institute í Los Angeles. „Mig langaði til að geta spilað undir hjá sjálfri mér og læra að semja og taka upp,“ segir hún, en Gréta hefur einnig lokið 4-5 stigum í klassísku píanónámi hér heima. Hún viður – kennir að námið hafi verið mjög erfitt, þyngra en hún bjóst við, og hún hafi stundum verið að því komin að gefast upp. „Þetta reyndist vera allt frá tímum í kvikmynda – tónlist upp í það að skrifa nótur fyrir blásarasveit og vera í rauninni einskonar tónlistarstjóri. Ég hugsaði bara: Bíddu, átti ég ekki bara að vera að læra að spila á píanó?“ segir hún og hlær. „En þetta hófst og ég útskrifaðist með gráðu í popptónlistarsmíðum.“ Að námi loknu hefur Gréta haft í nógu að snúast og unnið með ýmsum stórum nöfnum. Þar á meðal The Newton Brothers, sem sömdu meðal annars tónlistina við Doctor Sleep, en Gréta hefur sungið inn á margar kvikmyndir og sjónvarpsþætti fyrir þá. Þá söng hún bakraddir á nýjustu plötu stórsveitarinnar BUSH. Hún segir skipta sköpum að hafa góðan umboðsmann eins og Wendi sér við hlið í þessu öllu. „Já, trú hennar og fallegu orð hafa reynst mér ómetanleg á erfiðum tímum.“

Ítarlegt viðtal er við Grétu á Albumm.is.

- Auglýsing -

Texti / Sigrún Sía Guðjohnsen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -