Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Vök og Auður hlutu flest verðlaun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir, Kristín Anna, Grísalappalísa, Páll Ragnar Pálsson, Ásta og Ingi Bjarni Skúlason voru meðal vinningshafa á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna sem haldin voru á miðvikudagskvöldið sem leið.

 

Veitt voru 38 verðlaun auk heiðursverðlauna á annars fjölbreyttri verðlaunaafhendingu þar sem verðlaun dreifðust á margar hendur. Hin ástsæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut heiðursverðlaun Samtóns og lokatónar kvöldsins voru slegnir Ragga Bjarna til heiðurs.

Margrét Rán Magnúsdóttir ásamt félögum sínum í Vök og Auður unnu til flestra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum eða hlutu þrenn hvor. Auður var valinn söngvari ársins og flytjandi auk þess sem lagið hans Enginn eins og þú hlaut verðlaun sem popplag ársins. Vök átti poppplötu ársins, In the Dark, og Margrét Rán var valin lagahöfundur ársins en hún var einnig valin söngkona ársins. Það kom eflaust fáum á óvart að sigurganga Hildar Guðnadóttur héldi áfram á Íslensku tónlistarverðlaununum en tónlist hennar við Chernobyl hampaði tvennum verðlaunum.

Að öðru leyti er ekki hægt að segja annað en að verðlaun hafi dreifst víða, hafi endurspeglað breiddina sem við búum við og að hinn sanni sigurvegari kvöldsins hafi verið íslensk tónlist og fjölbreytileikinn en þetta á við alla fjóra flokka Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin á Albumm.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -