Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

„Höf­um sett lífið okk­ar svo­lítið á bið“- Slökkviliðið segir faraldrinum hvergi nærri lokið:

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir segja starfsmenn vera orðna þreytta á Covid, en ekki síður þreytta að fá pinna í nefið.
Allir starfsmenn Slökkviliðsins gangast undir Covid próf í hið minnsta einu sinni í viku.

Þá kemur fram að 26 sjúkraflutningar tengdir Covid-19 hafi verið farnar í gær og hafa þær ekki verið svo margar síðan þann 27.ágúst síðastliðin.

„Við, eins og marg­ar aðrar stétt­ir, höf­um sett lífið okk­ar svo­lítið á bið þar sem að við höf­um ekki geta leyft okk­ur allt sem okk­ur lang­ar til. Það ger­um við að virðingu við starf­sem­ina sem fer hér fram, vinnu­fé­laga, skjól­stæðinga og aðra,“ seg­ir í færsl­unni á Facebook síðu Slökkviliðsins, þeir segja faraldrinum hvergi nærri lokið.

Eru nú 873 smitaðir í einangrun og 1.696 í sóttkví.
Þrettán liggja á sjúkrahúsi og þar af eru fjórir á gjörgæslu. Einn maður lést í gær. Hann hafði verið með Covid en ekki liggur fyrir hvort það var raunveruleg dánarorsök.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -