Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

14 ára fangelsisdómur vegna manndráps og brennu staðfestur í Hæstarétti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm Landsréttar yfir Vigfúsi Ólafssyni. Með dómi Landsréttar 14. desember í fyrra var Vignir dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir manndráp og brennu á Selfossi haustið 2018. Honum var einnig gert að greiða ættingjum hinna látnu 15 milljónir samtals í miskabætur. Í héraðsdómi var Vignir dæmdur til fimm ára fangelsisdóms fyrir brennu og manndráp af gáleysi, og dæmdur til að greiða 23 milljónir í miskabætur. Í Hæstarétti var hann einnig dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember árið 2018 kemur til frádráttar refsivistinni.

Vigfús kveikti í húsi að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október 2018, ásamt honum voru karlmaður og kona í húsinu og létust þau í brunanum. Vignir komst út af sjálfsdáðum.

Máli Vignis var áfrýjað til Hæstaréttar, en fátítt er að dómstólinn taki sakamál til efnismeðferðar, eftir að nýtt þriggja þrepa dómskerfi var tekið upp. RÚV greinir frá að í áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar hafi lögmaður Vigfúsar vísað til þess að engin fordæmi séu fyrir því að sakborningur sé sakfelldur fyrir manndráp vegna háttsemi sem leiðir til dauða tveggja einstaklinga í einum og sama verknaði. Í öðru lagi þyrfti að skera úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu. Í þriðja lagi fari niðurstaða Landsréttar um ásetning til manndráps á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Hann taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til og ekki uppfylla þær sönnunarkröfur sem hvíli á ákæruvaldinu um sekt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -