Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Útsöluverð Húsgagnahallarinnar sama og fyrir 40 dögum: „Ég biðst afsökunar á misvísandi skilaboðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Húsgagnahöllinni var auglýst borð á 59990 krónur þann 15. nóvember en er núna, hálfum öðrum mánuði síðar, er borðið sagt vera á útsölu á 59992 krónur. Fullyrt er að það sé með 20 prósenta afslætti. Upplýst er að borðið hefði áður kostað 74990 krónur. Guðrún nokkur vekur athyli á þessu inn á grúppunni Vertu á verði á Facebook.

Mannlíf óskaði eftir viðbrögðum hjá Húsgagnahöllinni og fékk neðangreind svör frá Vigfúsi Blæ Ingasyni verslunarstjóra:

„Þetta er ný vara sem fór á heimasíðuna hjá okkur áður en varan kom. Þar var áætlað verð á borðinu 59.990,-. Borðið kom svo 15. nóvember. Þegar vörurnar koma til landsins sjáum við nákvæmt innkaupaverð á vörunni ásamt öllum flutningstengdum gjöldum. 15.nóvember sjáum við að borðið var vitlaust verðlagt hjá okkur og við löguðum verðið þann dag. Borðið er í raun búið að vera á 74.990,- frá því að það kom til okkar 15. nóvember.

Ég biðst afsökunar á misvísandi skilaboðum. Við erum að reyna eins og við getum að sýna á heimasíðunni þær vörur sem eru væntanlegar til okkar en það getur verið erfitt með nýjar vörur þar sem rétt innkaupaverð kemur ekki fyrr en varan er komin til okkar“.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -