Upp úr hádegi í dag var hitamet slegið á Hallormsstað, fyrir austan en mjög heitt hefur verið þar í dag. Náði hitinn upp í 29,3 gráður en það er ekki aðeins hæsta gráða ársins heldur hæsta gráða sem mælst hefur í ágústmánuði síðan mælingar hófust á Íslandi.
Í samtali við Mbl.is segist veðurfræðingurinn Teitur Arason vera nokkuð viss um að hitametið verði slegið fyrir austan, strax á morgun en spáir miklum hlýindum þar næstu daga. Hver veit nema dagurinn á morgun verði sá heitasti frá upphafi mælinga á Íslandi en hitametið er eins og er 30,5 gráður en sá hiti mældist á Teigarhorni í Berufirði í júní árið 1939.