Miðvikudagur 11. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

40% Íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

40% íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem birt var í dag. Embætti landlæknis hefur tekið saman niðurstöðurnar.

„Í löndum þar sem að árangur bólusetningar er mikill þá kemur upp þessi vantrú vegna þess að fólk sér ekki þessa sjúkdóma eins mikið og áður,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Á meðan í öðrum löndum, þar sem aðgengi að bólusetningum er ekki eins mikil, er traustið meira.”

Trúa á áhrif bólusetningar en telja þær óöruggar

„Rannsóknir á Íslandi á undanförnum árum um afstöðu almennings til bólusetningar hafa sýnt að yfir 95% almennings ber traust til bólusetninga og árangur þeirra,” segir Þórólfur. „Þessi niðurstaða núna sýnir það líka að fólk trúir því að bólusetningar virki vel og komi í veg fyrir sjúkdóma og telji að bólusetningar eru nauðsynlegar fyrir börn en hafa hins vegar áhyggjur af öryggi þeirra. Þannig túlka ég þessa niðurstöðu.” Niðurstöður Welcome Trust sýna að 97% íslensk almennings telja bólusetningar áhrifaríkar í að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá telur 99% að bólusetningar séu mikilvægar fyrir börn.

Sífellt fleiri leggja þó spurningu við öryggi bólusetningar og hafa áhyggjur af aukaverkunum. Eins og áður segir hafa 40% íslendinga lýst yfir áhyggjum í garð öryggis bólusetninga. Guðni nefnir að embættið hafi áður vakið athygli á þessari þróun. „Það þarf að koma þeim upplýsingum áleiðis að bóluefni eru örugg.”

Aukin vantrú í öðrum löndum getur haft afleiðingar fyrir Ísland

Þórólfur segir niðurstöðuna betri hér en í öðrum löndum Norður-Evrópu. „Þegar maður ber Ísland saman við N-Evrópu þá er trú almennings á bólusetningum og nauðsyn fyrir börn mikið hærri hér á landi að meðaltali.”

- Auglýsing -

Hann segir alþjóðulegu niðurstöðurnar áhyggjuefni. „Ef að sjúkdómar fara að blossa upp í löndum í kringum okkur þá eykst hættan á því að við förum að sjá tilfelli hér.“ Hann segir þó þáttöku í bólusetningum hér á landi nógu góðar til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu. „Við myndum ekki sjá neina stóra faraldra hér. Við gætum séð stök tilfelli eins og síðast liðinn vetur.“

Alþjóðlega fyrirtækið Welcome Trust stendur fyrir könnuninni sem fór fram 2018. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að í löndum þar sem velmegun er mikil ríkir töluverð vantrú á bólusetningum en í fátækari löndum er traustið almennt meira. Þá mældist traustið hæst í Eþíópíu og Bangladesh. „Þetta sjáum við með þessum mislingafaraldri sem er í Evópu. Þetta er afleiðing af því,” segir Þórólfur en sem dæmi kom Frakkland illa út úr könnuninni. 33% almennings þar í landi telur bólusetningar áhrifalitlar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -