2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

64% nýrra íbúða óseldar

Einungis þriðjungur nýrra íbúða í miðborginni hefur verið seldur. Um 330 af 519 íbúðum eru óseldar sem er um 64% af framboðinu. Fjárfestar hafa endurmetið stöðuna og telja möguleika á minni hagnaði vegna dræmrar sölu.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Einn fjárfestir miðar við að sala taki 18 mánuði vegna aðstæðna. Fyrri áætlun stóð í 12 mánuðum. Töfunum gæti þá fylgt mikill vaxtarkostnaður.

Þær 330 íbúðir sem eru til sölu eru í tíu nýjum fjölbýlishúsum í miðborginni. Fyrstu íbúðirnar komu á markað árið 2017. Búist er við 240 nýjum íbúðum á markaðinn á næstunni. Meirihluti þeirra verða tilbúnar í sölu á næstu 12 mánuðum.

Þá eru hátt í tvö þúsund íbúðir á teikniborðinu og hafa þær allar verið settar á ís.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is