Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

800 farþegar fastir á flugvellinum – Björgunarsveitir aðstoða fólk út úr vélunum vegna fárviðris

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

800 farþegar sem komu með 7 flugvél­um Icelanda­ir í morg­un frá Norður-Am­er­íku sitja langflestir enn fast­ir um borð.

Ásdís Ýr Pétursdóttir er upp­lýs­inga­full­trúa Icelandair, segir að þó hafi tek­ist að koma öll­um farþegum úr einni vél með aðstoð björg­un­ar­sveita.

Í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á Face­book segir að mikl­ar aðgerðir standi yfir á flug­vell­in­um og að þær gangi ágætlega.

Björgunarsveitir aðstoða við að koma farþegum út og í sam­tali við mbl.is í morg­un sagði Guðjón Helga­son upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via að vindur hafi mest mæls í 70 hnút­um á flugvell­in­um.

Ef vind­hraði nær 50 hnút­um eða meira er alls ekki hægt að tryggja land­göngu­brýr. Veðuraðgerðar­stjórn­ar­fund­ur var hald­inn í gær­ með flug­fé­lög­um og flugaf­greiðslu­fyr­ir­tækj­um þar sem farið var yfir stöðuna á veðrinu.

Langflestir farþeg­anna bíða á flugvell­in­um, en í heild­ina komu 8 vél­ar frá Norður-Am­er­íku í morg­un; aðeins ein komst klakk­laust til Íslands; náði að skila af sér farþegum.

- Auglýsing -

Komið hefur fram að Icelanda­ir hef­ur af­lýst öll­um flug­ferðum til og frá Evr­ópu; von­ast félagið að geta haldið áætl­un seinni part dags, er flogið verður á ný til Norður Am­er­íku.

Farþeg­arn­ir sem eru bún­ir að bíða einna lengst lentu um klukk­an sex í morg­un og segir Ásdís upplýsingafulltrúi að mjög mik­il áhersla sé lögð á að tryggja ör­yggi farþega áður en vél­arn­ar eru rýmd­ar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -