Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Advania ætlar að endurgreiða Vinnumálastofnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania bætist í hóp þeirra fyrirtækja sem endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem starfsmenn fengu útborgað frá stofnuninni á móti skertu starfshlutfalli. Össur, Skeljungur og Samherji eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa greint frá því að hlutabæturnar verði endurgreiddar til Vinnumálastofnunar.

Þrjátíu og þrír starfsmenn Advaia voru settir í skert starfshlutfall þegar hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar var kynnt. Þessir starfsmenn, sem starfa í mötuneyti,
verkstæði og móttöku, eru allir komnir í fullt starf aftur. Þessu er greint frá í Morgunblaðinu. 

Morgunblaðið hefur eftir Ægi Má Þórðarsyni, forstjóra Advania, að gripið hafi verið til hlutabótaleiðarinnar til að vernda reksturinn. Þá þurfti einnig að grípa til uppsagna og var 15 starfsmönnum sagt upp störfum.

Ægir segir að nú blasi við að önnur fyrirtæki hafi meiri þörf fyrir aðstoðina og því hafi Advania tilkynnt Vinnumálastofnun að fyrirtækið muni endurgreiða upphæðina að fullu. Hann tekur fram að hluthöfum Advania hafi aldrei verið greiddur út arður.

Sjá einnig: Ekki ætlunin að vel stæð fyrirtæki myndu nýta úrræð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -