Áfram verður hvasst á landinu í dag, 10-20 m/s. Hvassast verður við suðurströndina, einkum í Öræfum þar sem vindstrengir gætu verið allt að 25 m/s er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.
Bjart verður víða á landinu, en einhver éljagangur verður þó viðloðandi á Austur- og Suðausturlandi. Hiti víðast hvar við frostmark. Í nótt mun svo snúast í stífa norðaustanátt með snjókomu eða slyddu norðaustantil í fyrramálið.
Vindur verður hægari í öðrum landshlutum og þurrt að mestu fyrir hádegi á morgun.
Síðdegis á morgun verður aftur á móti él eða snjókoma á öllu landinu. Von er á hægum suðlægum áttum það sem eftir er vikunnar, einhver él um landið sunnanvert og köldu veðri