Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Sigríður Andersen: „Börnum stafar einfaldlega mjög lítil hætta af þessari veiru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Á Andersen fagnar „öllum nýjum bóluefnum sem koma á markað og þigg þær bólusetningar sem eru mér til gagns á hverjum tíma. Börnin eru hins vegar núna eina hálmstrá hinna stjórnlyndu sem geta ekki hugsað sér að láta af forræðishyggjunni sem hefur riðið yfir undanfarið,“ segir alþingiskonan og fyrrverandi dómsmálaráðherra og bætir við:

„Þeir halda því nú fram að börn séu í sérstakri hættu vegna afbrigða veirunnar. Þessu var til dæmis haldið fram á fundi velferðarnefndar alþingis sem ég sat í síðustu viku. Ég kallaði eftir gögnum sem þessar fullyrðingar byggja á og hef nú fengið. Ekkert í þeim rennir stoðum undir fullyrðingar um að börnum stafi meiri hætta af einu afbrigði umfram önnur. Börnum stafar einfaldlega mjög lítil hætta af þessari veiru.“

Og heldur áfram:

„Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarna og sagðar eiga að vera tímabundnar verða það aldrei í hugum þeirra sem setja reglur um þær,“ segir Sigríður og gagnrýnir sinn eigin flokk, sjálfan Sjálfstæðisflokkinn:

„Það verður aldrei horfið frá þeirri frelsisskerðingu og mannréttindabrotum sem sóttvarnaaðgerðir hafa haft í för með sér nema skýr forysta sé um það. Þá forystu verður ekki að finna hjá núverandi stjórnvöldum.

Hún er vissulega skref í rétta átt sú yfirlýsing sóttvarnalæknis í vikunni um að hann muni framvegis leggja til aðgerðir með öðrum hætti og að það sé framvegis kjörinna fulltrúa að taka ákvörðun um framhaldið. En þá þurfa að vera til staðar í brúnni kjörnir fulltrúar sem hafa einhvern vott af sannfæringu í þessum málum og staðfestu til að taka af skarið. Þá hefur vantað hingað til við ríkisstjórnarborðið. En nú kunna þeir einn af öðrum að láta sig falla réttu megin hryggjar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -