Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Alexandra eiginkona Gylfa Sig fjárfestir fyrir hundruð milljóna í Ármúla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eiginkona knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar og ann­ar eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar Móa & Mía, hef­ur fest kaup á versl­un­ar­hús­næði við Ármúla 40.

Al­ex­andra – sem var Ungfrú Ísland árið 2008 – festi kaup á hús­næðinu í gegn­um fé­lag sitt Santé North ehf.

Glæsileg hjón, Alexandra Helga og Gylfi Sigurðsson.

Kaup­verðið var litlar 260 millj­ón­ir króna; er hér um að ræða 547 fer­metra versl­un og 319 fer­metra vöru­geymslu.

Al­ex­andra setti á stofn fyrirtækið Móa & Mía í fyrra, ásamt Móeiði Lár­us­dótt­ur.

Hingað til hefur versl­un­in verið ein­göngu á net­inu, en fljótlega verður þar breyting á.

- Auglýsing -
Móeiður og Hörður.

Komið hefur fram að versl­un­in er nefnd í höfuðið á dætr­um þeirra Al­exöndru og Móeiðar; Al­ex­andra og Gylfi eiga saman dótt­ur­ina Mel­rós Míu; Móeiður og Hörður Björg­vin Magnús­son knattspyrnumaður eiga sam­an dæt­urn­ar Matteu Móu og Mörlu Ósk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -