Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Erla Rós var alin upp í skugga morðs: „Erfitt þegar pabbi dó í síðasta mánuði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég varð mjög reið yfir því að hann hafi aldrei verið þessi pabbi sem alla dreymir um að eiga en svo fann ég líka fyrir samviskubiti yfir því að hafa ekki gefið honum meiri tíma,“ segir Erla Rós Bjarkadóttir, sem var aðeins níu ára þegar pabbi hennar varð manni a bana.

„Barinn með búsáhaldi“ og „Eins og að ganga inn í sláturhús“ eru meðal fyrirsagna sem birtust í fjölmiðlum daginn eftir að Bjarki Freyr Sigurgeirsson varð Braga Friðþjófssyni að bana við Dalshraun í Hafnarfirði þann 17. ágúst 2009.

Í viðtali sem blaðamaðurinn Gígja Hilmarsdóttir tók við Erlu Rós lýsir hún því hvernig var að alast upp í skugga þessa hrikalega morðs.

Atburðurinn tók mikið á Erlu þrátt fyrir fyrir að tengslin við föður hennar hefðu verið lítil frá tveggja ára aldri. „Ég hugsaði bara að allir krakkarnir ættu venjulega foreldra en ég væri barnið sem ætti pabba sem hafði drepið mann. Það var samt alltaf verið að minna mig á að ég þyrfti ekki að skammast mín. Þetta væri ekki mér að kenna að pabbi minn hafi gert þetta…“

Erla Rós Bjarkadóttir þurfti að öðlast allt annan skilning á lífinu en önnur börn þegar hún var aðeins níu ára. Þá gerðist faðir hennar sekur um manndráp eftir mikla neyslu og óreiðu til fjölda ára.

Eftir því sem Erla nálgaðist unglingsárin varð hún æ forvitnari að vita hvað hefði nákvæmlega gerst í íbúð föður hennar að Dalshrauni og hvers vegna hann sæti inni á Litla Hrauni og átti eftir að gera í nokkur ár í viðbót. „Ég fór að fletta upp nafninu hans á netinu og fann þar réttardómsskýrslu og Neyðarlínu þátt. Ég horfði á þáttinn og fór að hágráta.“

Á þessum tíma var Erla að byrja áttunda bekk í Garðaskóla. „Ég var bara þrettán ára, að byrja að átta mig á hvernig lífið virkaði. Ég varð ótrúlega sár og reið út í hann að hafi gert þetta. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta hafði verið svona ótrúlega gróft.

- Auglýsing -

Erla sagði engum frá því að hverju hún hefði komist þegar hún fletti upp nafni pabba síns á netinu og reiðin og skömmin magnaðist innra með henni. Þetta braust út í miklu óöryggi sem hafði áhrif á skólagönguna. „Í áttunda bekk fór sjálfsmyndin mín bara að brotna og óöryggið fór á hæsta stig. Ég setti á mig risa skjöld og átti mjög erfitt þessi seinustu þrjú ár í grunnskóla. Ég var bara algjört vesen og fór mikið út af brautinni.“

„Í maí á þessu ári fékk ég ógeð af lífinu, ég bara varð að taka mig á. Ég sagði frá vandamálum mínum, fór vinna í sjálfri mér og styrkja mig sem manneskju. Ég byrjaði að opna mig fyrir fjölskyldunni og játaði mig sigraða. Ég fékk ótrúlega mikinn stuðning sem ég er svo þakklát fyrir. Það var erfitt þegar þegar pabbi dó í síðasta mánuði. Ég var búin að vinna mikið í sjálfri mér og það var mikill skellur að fá fréttirnar um að pabbi væri dáinn. Þetta voru flóknar tilfinningar, því það er svo margt sem vekur sorg og reiði,“ segir Erla.

Bjarki Freyr fannst látinn á heimili sínu 4. október síðastliðinn.

- Auglýsing -

Hér má lesa viðtalið við Erlu í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -