Allir regnbogans litir með hækkandi sól

Deila

- Auglýsing -

Margt fólk dregur fram litríkari fatnað með hækkandi sól. Núna þegar sólin er loksins farin að láta sjá sig hér á landi er gaman að skoða hvaða litapallettur stóru tískuhúsin eru að vinna með í vor- og sumarlínum sínum fyrir þetta árið.

 

Fjólublátt í bland við eldrautt hjá Valentino. Skemmtileg litasamsetning.

Franski hönnuðurinn Alexandre Vauthier á heiðurinn af þessari fölgulu dragt.

Laxableikur samfestingur frá Isabel Marant.

Fjölbreyttir grænir litatónar spiluðu saman á skemmtilegan hátt á sýningu Dolce & Gabbana.

Töff kjóll með 80´s-sniði í geggjuðum fjólubláum litatóni frá Givenchy.

Þessi guli kjóll stal senunni á sýningu Louis Vuitton í París í október.

Franski hönnuðurinn Olivier Roustaing sýndi þetta svala dress á sýningu Balmain. Blár jakki og bleik kögurtaska við silfurleggings og -skó.

Neonlitir verða vinsælir í sumar ef marka má sumarlínuna sem Versace sýndi á tískuvikunni í Mílanó.

Myndir / EPA

- Advertisement -

Athugasemdir