Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

„Amma, af hverju eru þeir að skemma fyrir öllum hinum sem eru að reyna að setja boltann í markið?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson kann þá list betur en margur að segja góða sögu – segja skemmtilega frá. Hann rifjar þegar amma hans tók hann í sína fyrstu kennslustund í fótbolta.

Gefum Illuga orðið:

„Mína fyrstu kennslustund í fótbolta fékk ég fjögra ára gamall á Reynimel 23 þegar ég skoðaði veggteppi sem amma Elísabet hafði saumað út og sýndi tvö fótboltalið í æsispennandi keppni.

„Hvað eru þeir að gera, amma?“ spurði ég og benti á kallana á vellinum.

„Þeir eru að reyna að sparka boltanum þarna í mörkin hérna báðum megin á vellinum,“ sagði amma.

„En af hverju snúa þessir öðruvísi?“ spurði ég og benti á tvo kalla sem stóðu rétt fyrir framan mörkin tvö, sneru öðruvísi en hinir og virtust veifa út höndunum.

- Auglýsing -

„Þetta eru markverðirnir,“ sagði amma. „Þeir eru að reyna að passa að boltinn lendi ekki í markinu.“

„En amma, af hverju eru þeir að skemma fyrir öllum hinum sem eru að reyna að setja boltann í markið?“ spurði ég enn.

Amma hnyklaði brúnir. Hún hafði greinilega aldrei velt þessu fyrir sér meðan hún saumaði út veggteppið. Að lokum viðurkenndi hún hreinskilnislega: „Veistu Illugi minn, ég hef bara ekki hugmynd um það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -