Fimmtudagur 29. febrúar, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Dauðinn kostar 800 þúsund krónur – Mögulegt að spara sér prestinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar staðið er frammi fyrir andláti náins ættingja eða ástvinar ber að huga að ýmsum ákvarðanatökum er varðar útförina. Kostnaður hennar getur hlaupið á háum upphæðum og spurningar hafa vaknað er varðar kostnaðarliði útfara. 

Íslenskir skattgreiðendur greiða að hluta til fyrir þennan kostnað með kirkjusjóðsgjaldi og má þar nefna legstað í kirkjugarði og bálför. Starf prestsins var innifalið en það var afnumið  fyrir tveimur árum síðan. Einhver verkalýðsfélög greiða dánarbætur til maka og aðstandanda sem standa strauminn af kostnaði útfararinnar.  Ef neyðin er mikil grípur sveitarfélagið inn í og greiðir hluta kostnaðar að því er nemur 250 þúsund krónur.

Í nýjasta blaði Mannlífs er ítarlega farið yfir kostnað jarðarfara.

Hér er brot úr greininni:

Kostnaður

Mannlíf fékk í hendurnar reikninga með sundurliðun kostnaðar. 

- Auglýsing -

Meðal útför kostar samanlagt á bilinu 750 – 850 þúsund

 

- Auglýsing -

 

Helstu kostnaðarliðir vegna tónlistar í jarðarför

Í þessu tiltekna dæmi er heildarkostnaður útfararinnar 804.900 krónur 

Hin allra ódýrasta útför miðast við 250 þúsund krónur og er afskaplega látlaus útför. Þegar vel er rýnt í tölur reikninganna má fjarlægja einhverja liði með öllu en einnig þarf að koma til samtakamáttar, afsláttarkjara og góðvildar þeirra sem sinna starfinu ef vel á að takast að ná verðinu svo langt niður. 

Í tilvikum þar sem efni eru lítil er fólki ráðlagt að koma með föt að heiman , sæng, kodda og lín. Í stað blómaskreytinga er fáni breiddur yfir kistuna. Í 90-95 prósenta tilvika annast prestur helgiathöfnina en frjálst er að sleppa því en þörf er á að einhver stjórni útförinni.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -