Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Andrés segir skýringar Bjarna um kynjasjónarmið ekki standast skoðun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrés Ingi Jónsson segir skýringar Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra ekki standast skoðun.

Bjarni sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag um aðkomu ráðuneytisins við tilnefningar í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review

Bjarni gaf sínar skýringar en Andrés sagði þær skýringar ekki standast skoðun. Bjarni sagði að Andrés ætti að líta í eigin barm.

Bjarni hefur greint frá því að honum þyki tími til kominn að kona myndi ritstýra fræðatímaritsinu Nordic Economic Policy Review og gefur í skyn að það sé helsta ástæðan fyrir að hann mælti gegn því að hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfasonar yrði ráðinn í starfið. Að aldur hans og kyn hefði ráðið úrslitum frekar en pólitískar skoðanir Þorvaldar.

Andrés Ingi segir þessa skýringu, um að kynjasjónarmið hafi ráðið ferðinni, ekki koma heim og saman við tölvupóstsamskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við norrænu ráðherranefndina.

Ekkert um kyn í tölvupósti

- Auglýsing -

Andrés tók fram að í þeim tölvupóstsamskiptum hafi eingöngu verið vísað í pólitískar skoðanir Þorvaldar en ekki kyn hans né aldur. Andrés vakti athygli á því og gaf í skyn að málið allt gæti orðið til þess að fræðimenn óttist að tjá sig um samfélagsmál.

Andrés segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að vinna sér inn traust í ljósi sögunnar og vísaði í að flokkurinn hafi haldið skrá yfir stjórnmálaskoðanir almennings sem var höfð til hliðsjónar við ráðningu í ýmis störf.

Bjarni sagðist ekki átta sig á hvert Andrés væri að fara með fyrirspurn sinni. Hann nýtti þá tækifærið og skaut á Andrés og bað hann að líta sér nær þar sem hann starfi utan þingflokkar síðan hann sagði sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í nóvember á síðasta ári.

- Auglýsing -

Bjarni svaraði Andrési og sagðist ekki sjá hvernig innlegg fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti með nokkrum hætti skert akademískt frelsi eða atvinnufrelsi. „Það á enginn rétt á að fá þessa stöðu,” lagði Bjarni áherslu á.

Hann kallar eftir að fólk haldi þessu aðskildu, þ.e. ráðningu í opinberar stöður annars vegar og hins vegar samstarf vegna útgáfu fræðirita.

Sjá einnig: Bjarni stendur við ummæli sín um að Þorvaldur sé ekki heppilegur samstarfsaðili

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -