Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Ekkert bólar á auglýsingu eftir forstjóra Ríkiskaupa – Sara Lind fær enn eina framlengingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármála- og efnahagsráðherra framlengdi setningu Söru Lindar Guðgeirsdóttur í embætti tímabundins forstjóra Ríkiskaupa, sem rann út 29. febrúar, til 31. mars. Er þetta í þriðja skipti sem samningur hennar er framlengdur frá því að hún var sett sem tímabundinn forstjóri í apríl í fyrra.

Sjá einnig: Fjármálaráðherra sakaður um spillingu – Reynslulausri Söru Lind laumað í forstjórastól

Ríkiskaup heyrir undir Fjármálaráðuneytið en lög um ríkisstarfsmenn kveður á að auglýsa þurfi starf laus hjá ríkisstofnunum en komist var hjá þeim lögum með því að ráða Söru tímabundið í apríl 2023, en samningurinn náði til loka ágúst. Forveri Söru Lindar var Björgvin Gíslason en hann lét af störfum sem forstjóri Ríkiskaupa og réði sig sem innkaupastjóra Bónuss. Mannlíf sendi fyrirspurn á upplýsingafulltrúa Ríkiskaupa um ráðninguna á sínum tíma og fékk eftirfarandi svör: „Forstjóri Ríkiskaupa óskaði eftir að láta af störfum. Í stað hans var Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var staðgengill forstjóra, settur tímabundið forstjóri frá 1. apríl – 31. ágúst. Gert er ráð fyrir að staðan verði auglýst innan tíðar. Síðan þá hefur staðan aldrei verið auglýst en samningnum við Söru Lind framlengdur þrisvar sinnum.

Hér má sjá tímaröðina:

1. apríl 2023 – Sara Lind Guðgeirsdóttir ráðin tímabundið sem forstjóri Ríkiskaupa frá 1. apríl til 31. ágúst.

31. ágúst – Samningur Söru Lindar framlengdur til 31. desember.

- Auglýsing -

31. desember – Samningur Söru Lindar framlengdur til 29. febrúar.

29. febrúar – Samingur Söru Lindar framlengdur til 31. mars.

Slæm útreið í könnun Sameykis

- Auglýsing -

Ríkiskaup kom nokkuð illa út úr könnun Sameykis um stofnun ársins fyrir 2023. Heildareinkunn stofnunarinnar var 4,1 en mest var hægt að fá 5. Efsta ríkisstofnunin var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum með 4,8. Ríkiskaup var fyrir neðan miðju á heildarlista stofnanna í könnuninni, einu sæti fyrir neðan Lögregluna á Norðurlandi eystra. Það sem dró Ríkiskaup helst niður voru þrír þættir, launakostnaður, ímynd stofnunarinnar og stjórnun. Launakostnaðurinn fékk 3,72 í einkunn, ímynd stofnunarinnar 3,38 og stjórnun 3,94. Hæst skoraði sveiganleiki vinnunnar með 4,81 í einkunn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -