Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Andrés við dauðans dyr í Breiðholti: ,,Hversu margir eiga eftir að slasast alvarlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að illa færi þegar hópur barna ók bensínvespum á ógnarhraða inn í undirgöng sem staðsett eru á milli Breiðholts og Elliðaár seinnipartinn í gær. Andrés nokkur, meðlimur í hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, lýsir áhyggjum sínum yfir aukinni notkun barna og ungmenna á vespum og rafmagnshjólum.

,,Ég varð næstum því fyrir árekstri þegar hópur 4-5 heimskra krakka var á leið niður Elliðaárdalinn. Ekkert þeirra tók eftir mér einu sinni. Þakka Guði fyrir verndarengilinn og augun mín sem hafa verndað mig fyrir óábyrgu fólki í tugi skipta,“ segir Andrés.

Vinsældir vespa og rafmagnshlaupahjólpa hafa verið að aukast til muna síðustu misseri. Má þá draga líkur að því að slysatíðni af völdum þessa vinsæla ferðamáta aukist í takt við vinsældirnar.

,,Hversu margir munu slasast alvarlega?“ spyr hann, áhyggjufullur. ,,Ég vil lifa lengur.“ Margir meðlimir hópsins taka undir með honum og segja þetta vonlausar aðstæður. Foreldrar barnanna séu alfarið ábyrgir.

Þá biðlar hann til foreldra og forráðamanna um að vera vakandi fyrir því að börn þeirra séu ekki tvö eða fleiri saman á einni vespu. Þunginn og hraðinn fara ekki vel saman. Tíðkast það því miður vel að börn og ungmenni séu hjálmlaus á miklum á hraða.

,,Elsku fólk. Vinsamlegast! Ekki gefa börnum ykkar mótorhjól, vespu eða öflugt rafmagnshlaupahjól fyrr en þau hafa þroska til þess. Það kann að enda illa einhvern daginn,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -