Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Anna Kristjáns minnist litríks samstarfsmanns: „Hann var svo sannarlega hommi af guðsnáð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjáns segir í pistli sínum að „ég leit við á Búkkanum í gærkvöldi, skuldaði Pétri bjór fyrir dygga aðstoð eftir að skápahurðirnar fóru að hrynja niður ein af annarri. Það dreif að fleira fólk, því þrátt fyrir kuldann var alveg hægt að sitja úti þótt flestir Bretarnir héldu sig innandyra. Við Íslendingarnir gátum ekki annað en reynt að halda út á útisvæðinu, en auk mín, Péturs og Ástu var Stefanía, fyrrum þerna hjá Fjallfossi (ll) mætt þar sem og Auður og Þorgrímur sem hafa dvalið hér að undanförnu.“

Hún segir að „talið barst að hrepparíg og talið barst að því er Pálmi vinur minn Pálsson reyndi að sannfæra fólk um að það væri betra að fara upp á Hérað á leið sinni frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar til að hitta kærustuna í gamla daga í stað þess að aka í gegnum hinn fjandsamlega Stöðvarfjörð að hans mati.

Bæði Stefanía og Þorgrímur þekktu til Pálma og skildu mætavel afstöðu hans. Fyrirgefðu mér Pálmi minn, þetta var ekki illa meint og við sem þekkjum þig erum öll sammála um manngæsku þína og höfðingsskap þótt þú sért löngu fluttur til Hornafjarðar. Af einhverri heppni var ég með mynd af þér í símanum.“

Hún bætir þessu við:

„Þetta minnir mig á frægan túr sem við fórum í; sölutúr til Grimsby árið 1969. Það var skroppið á Rauða ljónið og þar hitti ég fyrir áhöfnina á bát að austan (Sigurður Jónsson SU 150?) sem var að selja aflann á sama tíma og við. Þekkti kokkinn um borð sem ég hafði siglt með á Þorkeli mána einhverjum árum áður, vissi mætavel um kynhneigð hans og hann vildi láta líta út fyrir að hann og stýrimaðurinn væru par.

- Auglýsing -

Svo skrapp ég á klósettið og stýrimaðurinn kom á eftir mér og ég hugsaði með mér, jæja eru fleiri svona þarna um borð. En þá var stýrimaðurinn einungis að láta mig vita að Gulli kokkur hefði meiri áhuga á strákum en stelpum, svona góðfúsleg varnaðarorð sem voru algeng á þessum árum, en ég vissi það reyndar áður.“

Segir að endingu:

„Þarna kynntist ég Pálma fyrst, en síðar vorum við skipsfélagar á Vestmannaey VE 54 í nokkur ár en löngu síðar um tíma á Hólmanesi SU 1, einn af mínum uppáhaldsskipsfélögum.

- Auglýsing -

Ég veit hinsvegar ekkert hvað varð af Gulla kokk eftir þetta, en hann var svo sannarlega hommi af guðsnáð og var ekkert að fara í felur með tilfinningar sínar á tímum sem slíkt var nánast bannorð.

Það væri gaman að heyra af honum ef hann er enn á lífi, þá vafalaust kominn nærri áttræðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -