Fimmtudagur 23. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Anna Kristjáns: „Náðum að komast í jóla­­matinn, skítug og illa þefjandi á að­­fanga­­dags­­kvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjáns­dóttir býr á Tenerife og er þekkt fyrir afar skemmtilega pistla sína frá því sem er stundum kallað „litla-Ísland.“

„Ég man eitt sinn er við vorum að lesta í Hali­fax í Nova Scotia í Kanada í snar­vit­lausu veðri á Þor­láks­­messu og það þurfti tvo dráttar­báta til að halda við skipið á meðan lestunin fór fram og síðan beint á haf út, því það lá mikið á að koma okkur til Ís­lands og út aftur fyrir ára­­mót.

Eftir há­­degið á að­­fanga­­dag jóla fór skip­­stjórinn niður í toll­vöru­­geymslu til að sækja eitt­hvað gör­ótt til að hafa með jóla­­matnum og horfði þá út í grængolandi sjó þar sem gat hafði komið á skrokk skipsins við lætin við lestunina.

Við þurftum þá að byrja á að loka gatinu sem var sem betur fer ofan við sjó­línu og rétt þegar því var lokið fylltist skil­­vinda og við þurftum að snar­henda okkur í að hreinsa hana og rétt náðum að komast í jóla­­matinn, skítug og illa þefjandi á að­­fanga­­dags­­kvöld jóla.“

Heldur áfram:

„Það voru sko ekki alltaf jólin á City-skipunum Lax­­fossi III og Bakka­­fossi III. En heim komumst við eftir fleiri mánaða úti­­­legu að kvöldi 29. desember 1984 og út aftur kvöldið eftir, en þá að­eins í fimm vikna túr. Þetta var svona Þor­láks­­messu­hug­vekja dagsins í dag.“

- Auglýsing -

Segir að endingu:

„Um leið viður­­kenni ég að ég sakna sterkrar minningar frá Þor­láks­­messu í Reykja­­vík, friðar­­göngunnar þar sem friðar­­sinnar ganga niður Lauga­veginn og inn á Austur­­völl undir jóla­­­sálma­­söng kórs Mennta­­skólans við Hamra­hlíð. Þar mun stutt friðar­á­­varp verða flutt sem vafa­lítið mun fjalla um Úkraínu­stríðið með meiru að þessu sinni, en síðan mun kórinn syngja sálm allra sálma, Heims um ból. Þá kemst ég í jóla­­­skap þegar ég er á Ís­landi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -