Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Arnar Eggert minnist Styrmis: „Þið getið ímyndað ykkur hversu djúpt svona hrós náði inn í hjartað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Eggert Thoroddsen skrifar fallega um Styrmi Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins sem lést fyrir helgi. Tónlistargúrúinn Arnar Eggert vann um árabil hjá Morgunblaðinu.

„Ég er sleginn yfir þessari frétt, en Styrmir var ritstjóri minn lengi framan af blaðamannsferli.

„Ég hreifst alltaf af því hvernig Styrmi tókst að horfa fram hjá flokkslínum um margt, hvernig hann hafði í raun mestan áhuga á því að gefa út ærlegt og metnaðarfullt dagblað sem höfðaði til allra landsmanna. Það má hártogast um þetta, pólítikina og fleira, en mig langar að minnast þessa manns á persónulegum nótum hér í framhaldinu.“

 „Með þetta að markmiði réð hann alls kyns fólk til sín, meðal annars krullukoll í Converse-skóm með sósíalíska tendensa svo ég orði það fínlega. Styrmir lét sig menningarmál varða og það er táknrænt að síðasti pistillinn hans, sem birtist í dag, er öðrum þræði um slík efni,“ segir hann.

„Þegar ég kem inn á Morgunblaðið áið 2000 var þetta háheilög stofnun í raun, þetta var eins og að labba inn í hljóðláta kirkju, og ég var að fíla þessa rólegheita-stemningu. Stillileg, næsta forn aðkoma að svo mörgu og það var alveg að spila inn í menntamannarómantíkina mína. Eins og flestir vita fór lítið fyrir Styrmi opinberlega og hann vann hljóðlega á bakvið tjöldin. Fæstir vissu hvernig hann leit út, jafnvel hans eigin starfsmenn. Ég fór á hans fund, skömmu eftir að ég byrjaði, og í minningunni var skrifstofan um 50 metra löng. Ég var með hnút í maganum en tilbúinn. Hann spurði hvort ég væri skyldur byltingarmanninum Skúla Thoroddsen og ég gekkst við því. Hann brosti.“

Arnar Eggert „fluttist til Berlínar í einn vetur, 2005 – 2006, og hélt áfram að skrifa fyrir blaðið. Heyrði það utan af mér, að Styrmir hefði brugðist við þeirri bón minni um að skrifa verktökupistla með þessum orðum: „Já, Arnar mun halda áfram að skrifa fyrir okkur, með einum eða öðrum hætti.“

- Auglýsing -
Mynd / Hallur Karlsson

Styrmir skildi nauðsyn þess að sinna menningarumfjöllun. Gleymi því aldrei þegar hann sagði nafnið Britney Spears með broguðum framburði. Fundurinn snerist um Lesbókina ef ég man rétt, hann var með glettnisglampa í augum en skildi fullkomlega að dægurmenningu þyrfti að sinna eins og öðru. Og hann treysti fólki eins og mér til að sjá um það.“

Heldur áfram:

„Einhverju sinni var eitthvað viðkvæmt menningarmál í gangi og ég sá yfir öxlina á samstarfsmanni að í einhverjum tölvupóstinum stóð:

- Auglýsing -

„Mér finnst Arnar hafa tekið vel á þessu,“ og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu djúpt svona hrós náði inn í hjartað.“

Arnar Eggert kveður Styrmi með hlýju:

„Ég kveð þennan samstarfs- og yfirmann minn með mikilli kurt. Minnist fagmennsku, metnaðar og raunverulegs innsæis í það að litríkri flóru mannslífsins beri að sinna, eitthvað sem ég fann fyrir svo um munaði á mínu sviði. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -